Handhafar Embluverðlaunanna, norrænna matvælaverðlauna

25.08.17 | Fréttir
Vinnarna av matpriset Embla 2017
Ljósmyndari
Bettina Lindfors / norden.org
Embluverðlaunin, ný norræn matvælaverðlaun, hafa nú verið afhent í fyrsta sinn. Stoltir verðlaunahafar frá norrænu löndunum hafa veitt viðtöku verðlaunum í sjö mismunandi flokkum þar sem áhersla er lögð á hráefni, matvælahandverk, matarmiðlun og fólkið að baki matvælunum.

Að Emblu standa sex norræn landbúnaðarsambönd með stuðningi frá Norrænu ráðherranefndinni. Verðlaunin eiga að stuðla að því að efla norræna matarmenningu og auka áhuga á norrænum matvælum utan Norðurlanda.

Fyrstu samnorrænu matvælaverðlaunin marka tímamót. Þau stuðla að því að fleiri íbúar Norðurlanda fái að kynnast því hve góður maturinn getur verið og hvað hann getur gert okkur gott. 

„Fyrstu samnorrænu matvælaverðlaunin marka tímamót fyrir Nýja norræna matargerð. Þau stuðla að því að fleiri íbúar Norðurlanda fái að kynnast því hve góður maturinn getur verið og hvað hann getur gert okkur gott. Hver og einn verðlaunahafi á sér einstaka baksögu og allir leggja þeir sitt af mörkum til sögu norrænna matvæla,“ segir Nina Sundqvist, framkvæmdastjóri Matmerk í Noregi og formaður stýrihóps Nýrrar norrænnar matargerðar.

Stórsigur fyrir Færeyjar

Samkeppni var hörð og voru allt að sjö tilnefndir í hverjum flokki. Færeyingar standa með pálmann í höndunum eftir að hafa unnið til verðlauna í þremur flokkum.

Hin heimsþekkti kokkur Leif Sørensen, sem tók þátt í að skrifa yfirlýsingu um nýtt norrænt eldhús árið 2004, hlaut verðlaun í flokknum „Matvælaiðnaðarmaður Norðurlanda 2017“. 

„Þrenn norræn matarverðlaun til Færeyja á einni kvöldstund eru ekki svo lítið. Þetta er gott fyrir sjálfstraustið en sýnir einnig að við Færeyingar kunnum ýmislegt fyrir okkur og að við erum óðum að finna sjálfsmynd okkar,“ segir Leif.

 

Börnin eru neytendur framtíðarinnar

Annar stoltur verðlaunahafi var Annika Unt frá Svíþjóð sem varð hlutskörpust í flokknum „Matur fyrir marga 2017“. Annika lagði áherslu á mikilvægi gæða í skólamáltíðum:

 Við verðum að byrja á börnunum og skólamáltíðunum. Börnin eru neytendur, veitingahúsagestir og matvælaræktendur framtíðarinnar. Ég er stolt af því að afurð þess starfs sem fram fer í opinberum eldhúsum hljóti hér sýnileika.

„Við verðum að byrja á börnunum og skólamáltíðunum. Börnin eru neytendur, veitingahúsagestir og matvælaræktendur framtíðarinnar. Þessi verðlaun eru viðurkenning á því mikla starfi sem starfsfólk opinberra eldhúsa vinnur daglega. Ég er stolt af því að afurð þess starfs hljóti hér sýnileika.“ 

Handhafar verðlaunanna

Hinir sjö handhafar Embluverðlaunanna 2017 eru:

Matur fyrir börn og ungmenni 2017: 
Geitmyra Matkultursenter, Noregi

 

Matvælaiðnaðarmaður Norðurlanda 2017: 
Leif Sørensen, Fish Chips, Færeyjum

 

Matur fyrir marga 2017: 
Annika Unt, Svíþjóð

 

Matarblaðamaður Norðurlanda 2017: 
Michael Björklund, Smakbyn, Álandseyjum

 

Mataráfangastaður Norðurlanda 2017: 
Heimablídni, Færeyjum

 

Hráefnisframleiðandi Norðurlanda 2017: 
Dímunargardur, Færeyjum

 

Matarfrumkvöðull Norðurlanda 2017: 
Thomas Snellman, REKO, Finnlandi

 

Embluverðlaunin veitt annað hvert ár

Embluverðlaunin verða veitt annað hvert ár. Landbrug & Fødevarer, samtök landbúnaðarins og matvælaframleiðenda í Danmörku, voru gestgjafar verðlaunaafhendingarinnar sem fór fram þann 24. ágúst 2017 í tengslum við ráðstefnu danska umhverfis- og matvælaráðuneytisins „Better Food for More People“ í Kaupmannahöfn. Meðal þeirra sem afhentu verðlaunin voru hennar hátign Marie prinsessa, danski umhverfis- og matvælaráðherrann Esben Lunde Larsen og utanríkis- og atvinnuvegaráðherra Færeyja, Poul Michelsen.

Hvert norrænt land sér um að senda inn tilnefningar í hverjum flokki. Dómnefndir hafa verið skipaðar í löndunum en sameiginleg norræn dómnefnd sér svo um að velja handhafa verðlaunanna. 

Nánar um Embluverðlaunin: www.emblafoodaward.com