Henrik Wilén, framkvæmdastjóri Sambands norrænu félaganna, er látinn

10.03.23 | Fréttir
Henrik Wilen.
Photographer
Jacob Mellåker / Föreningarna Nordens Förbund
Framkvæmdastjóri Sambands norrænu félaganna, Henrik Wilén, er látinn. Wilén átti að baki langan og farsælan feril í norrænu samstarfi.

Henrik Wilén var sannur Norðurlandasinni sem leið vel í öllum norrænu löndunum. Í störfum sínum innan norræns samstarfs kom hann sér upp stóru tengslaneti og var vinsæll gestur á norrænum viðburðum.

Þekking hans á norrænum málum var einstök. Hann sá tækifærin í norrænu samstarfi en víðtæk þekking hans færði honum jafnframt hæfileika til greiningar og hann var ófeiminn við að benda á möguleika til úrbóta í norrænu samhengi. Þessu má ekki síst sjá stað í vef- og greinaskrifum hans í áranna rás.

Henrik Wilén var framkvæmdastjóri Sambands norrænu félaganna í Kaupmannahöfn frá árinu 2015. Þar áður var hann framkvæmdastjóri Pohjola-Norden í Finnlandi og forstöðumaður Norrænu stofnunarinnar í Finnlandi, Nifin. Hann gegndi jafnframt stöðu menningarráðunautar við sendiráð Finnlands í bæði Ósló og Stokkhólmi. Á níunda og tíunda áratug síðustu aldar starfaði Henrik Wilén sem blaðamaður hjá Hufvudstadsbladet.

Hann var með pol. mag. gráðu frá Åbo Akademi.

Karen Elleman, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, segir að Henriks Wilén sé sárt saknað.

„Það voru mikil sorgartíðindi sem mér bárust í gærkvöld, að Henrik Wilén væri látinn. Henrik var sannur vinur hins norræna og skilur eftir sig stórt skarð í norrænu samstarfi. Hugur minn er hjá fjölskyldu hans á þessum erfiðu tímum.“

Samstarfsfélagar og vinir Henriks Wilén minnast hans sem afar hlýs manns með gott hjartalag, vel að sér og víðlesins. Mörgum var hann einnig kunnur fyrir mikinn íþróttaáhuga sinn þar sem einkum knattspyrna og handbolti stóðu honum nærri.

Henrik Wilén lést þann 9. mars eftir veikindi 63 ára að aldri. Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvö uppkomin börn.

Contact information