Jakob Cold verður yfirmaður stjórnsýslusviðs Norrænu ráðherranefndarinnar

08.02.22 | Fréttir
Jakob Cold är ny administrationschef på Nordiska ministerrådet.
Photographer
Privat
Jakob Cold frá Danmörku tekur við embætti yfirmanns stjórnsýslusviðs Norrænu ráðherranefndarinnar. Cold kemur til ráðherranefndarinnar frá Center for IT og Medicoteknologi hjá Region Hovedstaden þar sem hann hefur verið skrifstofustjóri.

Jakob Cold hefur mikla reynslu af ýmiss konar stjórnunarstörfum. Hann hefur meðal annars verið varaframkvæmdastjóri Lægemiddelstyrelsen og Sundhedsstyrelsen í Danmörku ásamt því að vera aðstoðarforstjóri Realdania By og Byg.

Cold lagði stund á nám í stjórnmálafræði og hefur kandídatspróf frá Kaupmannahafnarháskóla og Universität Konstanz.

Hjá Norrænu ráðherranefndinni verður Jakob Cold yfirmaður stjórnsýslu- og mannauðssviðs og fjármáladeildar og mun hann bera höfuðábyrgð á stjórnun, fjárúthlutun og stjórnsýslulegum aðgerðum. Þá mun hann sömuleiðis bera ábyrgð á stjórnsýslulegu samstarfi við Norræna menningarsjóðinn og skrifstofu Norðurlandaráðs. Yfirmaður stjórnsýslusviðs tilheyrir æðstu stjórn Norrænu ráðherranefndarinnar og heyrir undir framkvæmdastjóra.

„Norðurlönd hafa alltaf staðið mér nærri. Allt frá því ég var ungur hef ég haft áhuga á landfræði, sögu og stjórnmálum á Norðurlöndum og þar hef ég varið miklum tíma, ekki síst í útivist. Ég hlakka til að leggja mitt af mörkum til norræns samstarfs ásamt góðum vinnufélögum,“ segir Jakob Cold.

Jakob Cold hefur störf hinn 1. mars.

Contact information