„Markvisst norrænt samstarf er nauðsynlegt“

23.01.17 | Fréttir
Frank Bakke-Jensen
Ljósmyndari
Utenriksdepartementet
„Við tökum við formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á miklum breytingatímum í heiminum. Markvisst norrænt samstarf er algjörlega nauðsynlegt og veitir öllum norrænu löndunum forskot,“ segir norrænn samstarfsráðherra Noregs, Frank Bakke-Jensen, sem kynnti í dag formennsku Noregs í norræna ríkisstjórnasamstarfinu.

Utanríkisráðherra og samstarfsráðherra Svíþjóðar, Margot Wallström, og jafnréttisráðherra og samstarfsráðherra Danmerkur, Karen Ellemann, voru einnig viðstaddar kynninguna en þema hennar var „Hvernig norrænt samstarf getur stuðlað að sjálfbærum hagvexti og nýsköpun á norðurslóðum“. Framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, Dagfinn Høybråten, tók einnig þátt í kynningunni, sem fór fram á ráðstefnu Arctic Frontiers í Tromsø.

Mikið forgangsmál

Norðurlönd eru ellefta stærsta hagkerfi heims og íbúar landanna eru samtals 27 milljónir. Náið og skilvirkt Norðurlandasamstarf er Noregi mikilvægt og norska ríkisstjórnin álítur það mikið forgangsmál.

Náið og skilvirkt Norðurlandasamstarf er Noregi mikilvægt og norska ríkisstjórnin álítur það mikið forgangsmál.


 

Norrænu ríkin fimm skiptast á formennsku í Norrænu ráðherranefndinni, eitt ár í senn. Það land sem gegnir formennsku hverju sinni semur áætlun sem verður leiðbeinandi fyrir norrænt samstarf á formennskuárinu.

Formennska sem er opin út á við

Formennskuáætlun Noregs hefur þrjú meginsvið:

  1. 1.       Straumhvörf á Norðurlöndum
  • Við munum auka samkeppnishæfni Norðurlanda á tímum umskipta til græns samfélags þar sem stefnt er að því að halda losun í lágmarki, og efla aðlögun og samstarf í heilbrigðismálum.
  1. 2.       Norðurlönd í Evrópu
  • Við munum efla samstarf okkar um Evrópumál. Öflug rödd Norðurlanda í Evrópuumræðunni er ekki aðeins norrænum þjóðum í hag heldur álfunni í heild sinni.
  1. 3.       Norðurlönd í umheiminum
  • Við munum auka stefnumarkandi samstarf Norðurlanda á sviði utanríkismála.

Straumhvörf á Norðurlöndum

„Norðurlönd standa frammi fyrir krefjandi breytingum næstu áratugina. Á formennskuárinu viljum við tryggja að norrænt samstarf beri árangur fyrir okkur Norðurlandabúa. Við viljum því eiga í samstarfi við norræna kollega okkar um stórar samfélagsáskoranir á borð við stafvæðingu og grænt hagkerfi,“ segirr samstarfsráðherra Noregs, Bakke-Jensen.

Nánari upplýsingar um norrænt samstarf og formennsku Noregs eru á slóðinni regjeringen.no/norden2017
#norden2017

„Öflugt norrænt samstarf er eðlilegt viðbragð við hnattrænni þróun sem verður æ ófyrirsjáanlegri. Saman munum við þróa Norðurlönd áfram sem samþættasta svæði heims,“ segir Erna Solberg, forsætisráðherra Noregs.