Menningarglæpir - reglugerðir og réttarvenjur á Norðurlöndum

Málþingið er haldið til að fylgja eftir norrænni ráðstefnu um ólögleg viðskipti með menningarverðmæti sem haldin var í Ósló 2015, og norrænu menningarmálaráðherrarnir stóðu að. Skipuleggjendur málþingsins eru menningarmálaráðuneyti Noregs og lagadeild Óslóarháskóla. Málþingið er liður í formennsku Noregs í Norrænu ráðherranefndinni árið 2017.
Sjónum verður beint að reglugerðum og réttarvenjum Norðurlandanna og spurningin um hvernig hvert og eitt land metur nýjan sáttmála Evrópuráðsins um menningarglæpi verður í brennidepli.
Sjá upplýsingar um skráningu og dagskrá með fyrirvara á www.kulturkrim.no. Skráningarfrestur er til 5. desember.