Metnaðarfullt teymi hyggst koma Norðurlöndum á heimskortið

05.12.16 | Fréttir
Mensch, BIG Architects, Area9 og Ole Lund Creative
Photographer
Susanne Bendsen/norden.org
Norræna ráðherranefndin hefur valið skapandi teymi sem á að stuðla að auknum sýnileika Norðurlanda á alþjóðavettvangi. Samstarfsteymið Mensch, Bjarke Ingels Group, Area9 og Ole Lund Creative varð hlutskarpast í ESB-útboði Norrænu ráðherranefndarinnar „Branding of The Nordics“, en þar var kallað eftir framsækinni hugmynd sem leitaði nýrra leiða til að kynna Norðurlönd.

Að lokinni lotu þar sem mat var lagt á hæfni umsækjenda kynnir Norræna ráðherranefndin nú Mensch / BIG Architects / Area9 / Ole Lund Creative sem sigurvegara ESB-útboðsins „Branding of The Nordics“. Teymið var myndað sérstaklega fyrir verkefnið og meðlimir þess búa yfir fjölbreytilegri færni á sviðum hönnunar, skapandi greina og tæknigreina.

Nýr gæðastaðall í kynningu staða

Norrænn ráðgjafarhópur, skipaður sérfræðingum frá norrænu utanríkisráðuneytunum og ferðamálastofunum, sem lagði mat á þau útboð sem bárust. Hópurinn væntir þess að vinningsverkefnið muni setja nýjan staðal hvað viðkemur gæðum á kynningu staða, verða ýmsum aðilum fyrirmynd og virkja þá til þátttöku, innan sem utan Norðurlanda.

Það er mikill áhugi á Norðurlöndum í heiminum. Með kynningarverkefninu og nýju átaksverkefni forsætisráðherranna, „Norrænar lausnir á hnattrænum viðfangsefnum“, hyggjumst við breiða norrænar hugmyndir og lausnir út í alþjóðlegu samhengi.

 

 

 

 

Norrænar hugmyndir í alþjóðlegu samhengi

Framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, Dagfinn Høybråten, segir þetta um sigurverkefnið:

„Við höfðum úr fjölda hæfra teyma að velja, sem lögðu fram afar góðar tillögur. Við lögðum mikið upp úr því að sigurhugmyndin væri metnaðarfull. Sigurhugmyndin samræmist vel norrænum gildum, svo og óskum okkar um nýsköpun og nýstárlegan hugsunarhátt. Auk þess býr teymið yfir þeirri skapandi og þverfaglegu hæfni sem þarf til að koma hönnunarferlum og virkjun af stað á alþjóðavettvangi.

Það er mikill áhugi á Norðurlöndum í heiminum. Með kynningarverkefninu og nýju átaksverkefni forsætisráðherranna, „Norrænar lausnir á hnattrænum viðfangsefnum“, hyggjumst við breiða norrænar hugmyndir og lausnir út í alþjóðlegu samhengi.“

Frásögnin um Norðurlönd er komin á skrið

Hugmyndin sem varð hlutskörpust í útboðinu, „Traces of North“, gengur út á að miðla norrænum „frásögnum“ um allan heim með nýrri og háþróaðri tækni – birtingartóli sem muni tryggja deilingu og útbreiðslu norrænna „spora“, svo sem viðburða, verkefna, staða o.s.frv. víða um heim, kominna og ókominna.

Það hefur verið afar áhugavert ferli að vinna hugmyndavinnu í norrænum hópi. Frásögnin um hin lýðræðislegu Norðurlönd er á skriði í augnablikinu, en einnig þarf að skapa þeim nýja stöðu. Takmark okkar er að draga upp blæbrigðaríkari mynd af Norðurlöndum. Við viljum skapa lifandi birtingarmynd norræna vörumerkisins, norræns hugsunarháttar og þeirra „spora“ sem Norðurlönd skilja eftir sig í umheiminum.

 

Christina Tønnesen frá sigurteyminu segir:

„Það hefur verið afar áhugavert ferli að vinna hugmyndavinnu í norrænum hópi. Frásögnin um hin lýðræðislegu Norðurlönd er á skriði í augnablikinu, en einnig þarf að skapa þeim nýja stöðu. Takmark okkar er að draga upp blæbrigðaríkari mynd af Norðurlöndum. Við viljum skapa lifandi birtingarmynd norræna vörumerkisins, norræns hugsunarháttar og þeirra „spora“ sem Norðurlönd skilja eftir sig í umheiminum.“

 

Um kynningarverkefnið:

Að beiðni norrænu samstarfsráðherranna hefur skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar mótað stefnu um að kynna Norðurlönd og skapa þeim stöðu á alþjóðavettvangi. Stefnan á sér breiðan grundvöll víða um heim, hjá opinberum aðilum og einkaaðilum í norrænu löndunum og á vettvangi tengslanets hins norræna samstarfs. Skrifstofa Norrænu ráðherranefndarinnar hefur umsjón með starfinu að stefnunni og sér um að samræma það umræðum og samstarfi landanna.

Áætlun um að kynna og skapa Norðurlöndum stöðu á alþjóðavettvangi 

Mikill áhugi á því að koma að markaðssetningu Norðurlanda – hér eru teymin sem valið var úr í lokalotunni

Um útboðið „Branding of The Nordics“

Fulltrúar í ráðgjafarhópnum (dómnefnd) – Verkefnið „Profilering og positionering af Norden“