Norðurlönd ættu að þróa sameiginlega jafnlaunavottun

27.06.18 | Fréttir
NR_velfærdsrådet
Ljósmyndari
Mikael Kelk/norden.org
Velferðarnefnd Norðurlandaráðs leggur til að stjórnvöld í ríkjum Norðurlandanna innleiði jafnlaunavottun í samvinnu við aðila vinnumarkaðsins, sem vinnustaðir geti notað sjálfviljugir.

- Á Norðurlöndum höfum við náð langt í jafnréttismálum í samanburði við aðra heimshluta, en takmarkinu er enn ekki náð, segir Bente Stein Mathisen, formaður Velferðarnefndar Norðurlandaráðs. Því hefur Norðurlandaráð, að frumkvæði flokkahóps jafnaðarmanna, ákveðið að leggja til að ríkisstjórnir Norðurlanda, í samvinnu við aðila vinnumarkaðsins:• Þrói samnorræna jafnlaunavottun• Vinni að því að draga úr kynskiptingu á vinnumarkaði• Dragi úr kynskiptingu í menntunarvali• Auki möguleika fólks á að fara úr hlutastarfi í fullt starfJafnrétti er nátengt samnorrænum hugmyndum um velferð og er grundvallarstoð í norræna velferðarlíkaninu. Engu að síður benda norrænar rannsóknir til þess að of hægt miði í átt að jafnrétti á Norðurlöndum. Norðurlöndin kljást enn við kynskiptan vinnumarkað og þörf er á nýjum aðgerðum á því sviði. Á Íslandi hefur verið innleidd jafnlaunavottun, en það framtak varð velferðarnefnd Norðurlandaráðs hvatning til þess leggja fram tillögu um samnorræna vottun.

Ísland tók baráttuna á nýtt stig

Í apríl 2018 heimsótti Velferðarnefndin Jafnréttisstofu á Íslandi, en hún annast framkvæmd jafnlaunavottunar hér á landi. Sagt var frá því að Íslendingar hefðu á undanförnum árum beitt sér markvisst gegn ójafnrétti á vinnumarkaði og launamuni kynjanna. Nýjasta framtakið hefur fært baráttuna fyrir jafnrétti á vinnumarkaði á nýtt stig. Á Alþingi voru sett lög um jafnlaunavottun sem tóku gildi 1. janúar 2018. Í framkvæmd þýðir þetta að vinnustaðir með fleiri en 25 starfsmenn þurfa að geta sýnt Jafnréttisstofu fram á hvernig þeir ætli að tryggja jöfn laun. Fram að árinu 2018 var vinnustöðum þetta í sjálfvald sett. Uppfylli vinnustaður þessar kröfur, fær hann jafnlaunavottun. Hana getur vinnustaðurinn til dæmis nýtt til þess að sýna fram á samfélagslega ábyrgð sína frammi fyrir viðskiptavinum, samstarfsaðilum og núverandi og framtíðarstarfsfólki.

Verði samnorræn jafnlaunavottun innleidd á Norðurlöndum, væntum við þess að hún muni minnka launamun kynjanna og verða atvinnugreinum hvatning til þess að vinna markvisst að jafnrétti á vinnumarkaði.

 

 

Ávinningur fyrir einstaklinga og fyrir samfélagið

Verði samnorræn jafnlaunavottun innleidd á Norðurlöndum, væntum við þess að hún muni minnka launamun kynjanna og verða atvinnugreinum hvatning til þess að vinna markvisst að jafnrétti á vinnumarkaði, segir Steinunn Þóra Árnadóttir, meðlimur Velferðarnefndar. Auk þess að gagnast einstaklingum, mun jafnlaunavottun einnig hafa góð áhrif á þjóðarbúið. Tölur úr nýrri OECD-skýrslu um jafnrétti sýnir fram á ávinninginn af jafnrétti á vinnumarkaði. Skýrslan sýnir til dæmis að ef konur ynnu launaða vinnu til jafns við karla, gæti verg þjóðarframleiðsla aukist um 15 til 30 prósent.