Norðurlönd vinna saman að bættri heilsu

31.01.17 | Fréttir
Spruta
Photographer
Johannes Jansson/norden.org
Löndin fimm hyggjast þétta samstarf sitt um að finna orsakir ýmissa sjúkdóma og þróa einstaklingsmiðaðar forvarnir og meðferðir í heilbrigðisþjónustu.

Norðmenn fara með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni á þessu ári. Norska ríkisstjórnin hyggst meðal annars undirbúa nánara norrænt samstarf um heilbrigðisrannsóknir og halda því samstarfi áfram sem norrænu heilbrigðis- og félagsmálaráðherrarnir samþykktu 2014.

„Alls staðar á Norðurlöndum eiga sér stað breytingar meðal almennings þar sem ólæknandi sjúkdómum fjölgar og sýklalyfjaónæmi eykst. Við verðum að tryggja að örugg og skilvirk lækningatækni verði tekin í notkun, þar á meðal einstaklingsmiðaðar lækningar. Áskorarnir blasa við okkur og norrænum nágrannaþjóðum okkar í rannsóknum og nýsköpun,“ segir Bent Høie, heilbrigðis- og umönnunarráðherra Noregs.

Þrískipt rannsóknasamstarfs fram til ársins 2019

Í löndunum fimm eru áreiðanlegar heilbrigðis- og gæðaskrár, aðgengilegar heilbrigðistölur og góðir og sambærilegir innviðir fyrir rannsóknir á meðferðum. Nú á að nýta þær betur til að bæta heilsu fólks á Norðurlöndum og víðar. Nokkrar hindranir eru á veginum en þær hyggjast löndin fjarlægja í sameiningu.

Markmið nýja samstarfsverkefnisins er að kanna möguleika á norrænni vefgátt fyrir heilbrigðisgögn og líkani fyrir gagnkvæma siðferðislega viðurkenning á rannsóknaverkefnum á Norðurlöndum. Við viljum einnig efla samstarf um klínískar rannsóknir og færniþróun á sviði einstaklingsmiðaðra lækninga.

Sjúklingar munu njóta góðs af rannsóknum okkar, t.d. á sjaldgæfum sjúkdómum, þegar þýði rannsókna nemur 26 milljónum sem er heildarfjöldi Norðurlandabúa,“ segir Bent Høie.

Dregið úr notkun sýklalyfja

Löndin vilja auka þekkingu á sýklalyfjaónæmi og semja norræna samskiptaáætlun í þeim tilgangi að draga úr notkun sýklalyfja. Sýklalyfjaónæmi er sívaxandi vandamál og veruleg ógn við heilbrigði um allan heim.

Norska heilbrigðis- og umönnunarráðuneytið hefur umsjón með verkefnunum fram til ársins 2019. Helstu aðilar í löndunum og norrænar stofnanir munu koma að undirverkefnum. Skilyrði er að hugað sé að notandasjónarmiðum.

  • Yfirlýsing heilbrigðis- og félagsmálaráðherranna:

Framtíðarsamstarf Norðurlanda í heilbrigðismálum