Norræn græn fjármögnun vekur áhuga OECD

14.10.16 | Fréttir
Vindkraftverk
Photographer
Johannes Jansson/norden.org
„Green Finance – The Nordic Way“ vekur forvitni og áhuga á ráðstefnu Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD), Green Investment Financing Forum, sem nú fer fram í Tókýó.

 

„Hið öfluga svæðisbundna samstarf Norðurlanda vakti mikinn áhuga á ráðstefnunni. Það sem einkum vakti áhuga þátttakenda var reynslan af sameiginlegum raforkumarkaði Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, sem hefur gert löndunum kleift að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa í áföngum, auk starfs sveitarfélaganna á sviði loftslagsmála,“ segir Annika Rosing, sem er yfir deild hagvaxtar og loftslagsmála hjá Norrænu ráðherranefndinni.

Rosing greindi frá reynslu Norðurlandanna sem fjallað er um í skýrslunni „Green Finance The Nordic Way“. Þátttakendur á ráðstefnunni eru fjármálastofnanir, alþjóðlegar stofnanir og fulltrúar Asíulanda sem hafa fengist við græna fjármögnun og fjárfestingar.

Hið öfluga svæðisbundna samstarf Norðurlanda vakti mikinn áhuga á ráðstefnunni. Það sem einkum vakti áhuga þátttakenda var reynslan af sameiginlegum raforkumarkaði Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna, sem hefur gert löndunum kleift að auka hlut endurnýjanlegra orkugjafa í áföngum, auk starfs sveitarfélaganna á sviði loftslagsmála.


Samkvæmt skýrslunni dugir ekki að grípa til töfralausna til að flýta fyrir umskiptum til grænna samfélags – það krefst víðtækra aðgerða á mörgum sviðum, og þar er græn fjármögnun lykilatriði. Í skýrslunni er einnig bent á mikilvægi samstarfs milli yfirvalda í löndunum og sveitarstjórna til þess að þróa langtímalausnir á sviði grænnar fjármögnunar. Einnig er þýðingarmikið að norrænu löndin hafa varið sérstöku aðlögunartímabili til þess að niðurgreiða grænar lausnir, og látið svo markaðsöflin taka við samfara þróun öflugra og fyrirsjáanlega reglna.

Í skýrslunni er lögð áhersla á gildi þess að íbúar landanna séu áhugasamir og reiðubúnir til að leggja sitt af mörkum í baráttunni við umhverfis- og loftslagsvandann.

 Lesið skýrsluna „Green Finance the Nordic Way“