Norræna ráðherranefndin bætir upplýsingamiðlun um Grænland

27.05.15 | Fréttir
Grönland
Ljósmyndari
Mats Holmström/norden.org
Halló Norðurlönd, upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar, opnar á þessu ári nýja skrifstofu í Nuuk á Grænlandi. Þar með er upplýsingaþjónustan til staðar á ölllum Norðurlöndum og ýtir þannig undir hreyfanleika milli allra norrænu landanna.

„Grænland er síðasta púslið í púsluspilinu hvað varðar að bjóða upp á upplýsingaþjónustu fyrir öll Norðurlönd. Við bjóðum nýju skrifstofuna velkomna og lítum á hana sem jákvæða þróun í þá átt að að auðvelda ferðir milli Norðurlanda,“ segir Dagfinn Høybråten, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar.

Grænlendingar taka virkan þátt

Halló Norðurlönd miðla upplýsingum um það að flytja, starfa og stunda nám á Norðurlöndum, til dæmis varðandi atvinnuleit, tækifæri til náms, sjúkratryggingar, skatt, skólakerfi og tollareglur. Halló Norðurlönd hefur verið starfandi í öllum norrænu löndunum frá árinu 1998 og opnaði einnig skrifstofu á Álandseyjum árið 2011 og í Færeyjum árið 2012. Nú er komið að Grænlandi. „Grænlendingar hafa beitt sér í þessu máli því þeir vilja laða að vinnuafl frá öllum Norðurlöndum. Í Danmörku þekkja menn betur til Grænlands en í hinum norrænu löndunum og með nýju upplýsingaskrifstofunni verður auðveldara fyrir einstaklinga frá Finnlandi eða Svíþjóð að finna upplýsingar, til dæmis um atvinnutækifæri, reglur og námsmöguleika á Grænlandi, meðal annars fyrir þá sem ætla að hafa fjölskylduna með sér,“ segir Marita Hoydal, aðalráðgjafi hjá Norrænu ráðherranefndinni.

Það er erfitt fyrir einstaklinga að kynna sér öll lög og reglur á þessu sviði. Upplýsingaþjónusta sem veitir yfirsýn og aðstoð er stórt skref fram á við.“

Auðveldara að flytja til Grænlands

„Þrátt fyrir að auðvelt sé að flytja milli norrænu landanna er ýmislegt sem þarf að hafa í huga. Þar má til dæmis nefna skattamál, sjúkratryggingar, val á skóla fyrir börnin, möguleikar á að hafa bílinn með sér og svo framvegis. Nýja upplýsingaþjónustan auðveldar vonandi flutninginn til Grænlands,“ segir Mats Bjerde, yfirmaður NAPA, Norrænu stofnunarinnar á Grænlandi, sem mun hýsa nýju upplýsingaskrifstofuna. „Ég flutti sjálfur frá Svíþjóð til Grænlands og hefði haft gagn af upplýsingaþjónustu í því sambandi. Það er erfitt fyrir einstaklinga að kynna sér öll lög og reglur á þessu sviði. Upplýsingaþjónusta sem veitir yfirsýn og aðstoð er stórt skref fram á við.“

Gert er ráð fyrir að vefsíðurnar um Grænland verði tilbúnir í september og hægt verður að nálgast þær á vefnum www.norden.org. 

Halló Norðurlönd er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar, sem vinnur að því að auðvelda frjálsa för einstaklinga á Norðurlöndum. Vefsíður Halló Norðurlanda er að finna á vef Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs, www.norden.org/info-norden.