Norrænn virðisauki: Nýtt tímarit lýsir kostum samstarfs þvert á landamæri.

Hvert um sig eru norrænu ríkin of lítil til að geta haft veruleg áhrif. Saman eru þau á hinn bóginn 12. stærsta hagkerfi heims með meira en 26 milljónir íbúa.
Með því að starfa saman, til dæmis á sviði rannsókna, í atvinnulífi og að stefnumótun, geta löndin skapað norrænan virðisauka. Þetta er lykilhugtak fyrir Norrænu ráðherranefndina og norrænt samstarf í heild og leið til að ná meiri árangri saman heldur en hvert um sig.
En hvað er norrænn virðisauki? Í veftímaritinu „Nordic Added Value“ frá Norrænum orkurannsóknum er lögð áhersla á og dregin fram þörfin á því að hafa samstarf til að geta haft áhrif.Lesið tímaritið Nordic Added Value.