Nú eru TemaNord-ritin öllum aðgengileg

Í norrænu samstarfi fer fram mikil þekkingarframleiðsla. Á hverju ári gefur útgáfudeild Norrænu ráðherranefndarinnar út 150-200 rit. Um helmingur þeirra er gefinn út í ritröðinni TemaNord, sem frá og með þessari viku kemur út í sniði sem er lagað að einstaklinga sem búa við lestrarerfiðleika og/eða sjónskerðingu.
Aðgengileg öllum
Útgáfudeildin hefur átt gagnleg samskipti við Norræna velferðarmiðstöðina sem meðal annars hafa skilað sér í eftirfarandi setningu um stefnu okkar í aðgengismálum (Open Access):
„It is highly recommended that publications fulfil accessibility criteria for people with visual impairment or reading disabilities.“
Ráðherranefndin hefur einnig átt í viðræðum við Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina (WHO) sem hefur lagt mikla áherslu á aðgengi.
„Við ætlum að halda áfram að vera aðgengileg samtök fyrir alla, þar á meðal einstaklinga með fötlun, og markmið okkar er að sem flest af þeim ritum sem við gefum út framvegis uppfylli kröfur um aðgengi,“ segir Niels Stern, yfirmaður útgáfudeildar Norrænu ráðherranefndarinnar.
Hér er hægt að hlaða niður ritum Norrænu ráðherranefndarinnar ókeypis: