Ný matvælaverðlaun til heiðurs norrænni matargerð

14.03.17 | Fréttir
Kartofler i hænder
Photographer
Elina Leonova – Fotolia
Embluverðlaunin eru ný norræn matvælaverðlaun sem veitt verða fyrir það sem ber af í norrænni matargerð. Verðlaunin eiga að efla sameiginlega vitund Norðurlandabúa á sviði matargerðar og menningar og jafnframt að vekja athygli á norrænum matvælum á erlendri grund.

Sex norræn samtök landbúnaðarins kynna Embluverðlaunin til sögunnar, fyrstu sameiginlegu matvælaverðlaun Norðurlanda. Verðlaunin eiga að efla sameiginlega vitund Norðurlandabúa á sviði matargerðar og menningar og jafnframt að vekja athygli á norrænum matvælum á erlendri grund.

Gífurlega mikilvægt fyrir ímynd og markmið Embluverðlaunanna er sú staðreynd að að þeim standa ýmis samtök á sviði matvæla á Norðurlöndum. Stefnt er að því að verðlaunin njóti sömu viðurkenningar og bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. 

Mikilvægt norrænt frumkvæði

Verðlaunin, sem eru þau fyrstu sinnar tegundar sem veitt eru á öllum Norðurlöndum, beina kastljósinu að hráefnum, matvælum, framleiðsluaðferðum og fagfólkinu sem stendur þar að baki. Stofnað er til verðlaunanna í þeim tilgangi að miðla þekkingu og reynslu milli landanna og njóta þau stuðnings Norrænu ráðherranefndarinnar.

Næsta skref í Nýrri norrænni matargerð er að lýðræðisvæða góðan og hollan mat og þar munu nýju Embluverðlaunin gegna mikilvægu hlutverki. Mads Frederik Fischer-Møller, aðalráðgjafi hjá Norrænu ráðherranefndinni, hefur þetta að segja:

„Gífurlega mikilvægt fyrir ímynd og markmið Embluverðlaunanna er sú staðreynd að að þeim standa ýmis samtök á sviði matvæla á Norðurlöndum. Stefnt er að því að verðlaunin njóti sömu viðurkenningar og bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs.

Norðurlöndin hafa upp á margt gott að bjóða. Bragðmikil hráefni og mikla grósku meðal atvinnufólks á sviði matvæla. Með því að skiptast á góðum sögum fáum við enn meira fyrir vikið.“

Embluverðlaunin veitt annað hvert ár

Embluverðlaunin verða veitt annað hvert ár. Í fyrsta sinn í Kaupmannahöfn í ágúst 2017, en þá verða Landbrug & Fødevarer – samtök landbúnaðarins og matvælaframleiðenda í Danmörku –gestgjafar verðlaunanna. Á verðlaunaafhendingunni verður tilkynnt hvaða land verður gestgjafi Embluverðlaunanna 2019. Verðlaunaafhendingin í Kaupmannahöfn fer fram í samstarfi við leiðtogafund danska umhverfis- og matvælaráðuneytisins, „Better Food for More People“, á matvælahátíðinni Copenhagen Cooking and Food Festival.

Andreas Buchhave, yfirráðgjafi hjá Landbrug & Fødevarer, er jafnframt verkefnisstjóri Embluverðlaunanna:

„Norðurlöndin hafa upp á margt gott að bjóða. Bragðmikil hráefni og mikla grósku meðal atvinnufólks á sviði matvæla. Með því að skiptast á góðum sögum fáum við enn meira fyrir vikið.“ Verðlaunin eru einnig til marks um matarmenningu sem við á Norðurlöndum getum verið stolt af.“

Sjö verðlaunaflokkar

Verðlaunaflokkar Emblu eru sjö og tilnefna löndin sjálf í alla flokka. Hvert land skipar dómnefnd og að lokum sker norræn dómnefnd úr um hver úr hópi hinna tilnefndu hljóta Embluverðlaunin.  

Verðlaunaflokkar Emblu 2017 eru:

  • Matarhandverksmaður ársins
  • Hráefnaframleiðandi ársins
  • Matur ársins fyrir marga
  • Matarmiðlari ársins
  • Mataráfangastaður ársins
  • Matarfrumkvöðull ársins
  • Matur ársins fyrir börn og ungmenni

 

Komið með tillögur að verðlaunahöfum Emblu

Hægt er að skila inn tilnefningum til Embluverðlaunanna dagana 14.–17. apríl 2017. Eyðublöð fyrir tilnefningar í flokkana sjö er að finna á vefslóðinni www.emblafoodaward.com, en þar má lesa nánar um nýju norrænu Embluverðlaunin.

Contact information