Orkufyrirtækið SEV hlaut náttúru- og umhverfisverðlaun Norðurlandaráðs
Ljósmyndari
Magnus Froderberg/norden.org
Færeyska orkufyrirtækið SEV hlaut verðlaunin, sem nema 350 þúsund dönskum krónum, á verðlaunaafhendingu Norðurlandaráðs í Reykjavík.
Verðlaunahafi síðasta árs, Dagur B. Eggertsson borgarstjóri, afhenti Hákun Djurhuus, framkvæmdastjóra SEV, verðlaunagripinn „Nordlys“ og verðlaunaféð, 350 þúsund danskar krónur.
Rökstuðningur
Færeyska orkufyrirtækið SEV hlýtur verðlaunin fyrir nýskapandi starf að metnaðarfullum markmiðum um græna raforku í Færeyjum. Starfsemin er þýðingarmikil fyrir innleiðingu endurnýjanlegra orkukerfa í Færeyjum, en einnig fyrir evrópskan orkumarkað.
Vegna mikils metnaðar síns og skapandi aðgerða til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis er SEV verðugur handhafi náttúru- og umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2015.