Rasmus Emborg er nýr forseti Norðurlandaráðs æskunnar

Í huga Rasmus Emborg eru loftslagsmál mikilvægasta málefnið og hann vill sjá úrræði strax, ekki seinna.
„Það svið sem mér finnst mikilvægast og ég ætla að leggja áherslu á er fyrst og fremst loftslagsmálin. Við verðum að bregðast við strax, ekki á morgun. Við getum lært hvert af öðru á Norðurlöndum vegna þess að við erum hér með mýmörg dæmi um bestu starfsvenjur. Við verðum að vinna náið saman sem eitt svæði hér á Norðurlöndum ef okkur á að takast að vera í fremstu röð á sviði grænna umbreytinga,“ segir Rasmus Emborg.
Rasmus Emborg er 24 ára. Hann er félagi í danska jafnaðarmannaflokknum og er fulltrúi ungliðahreyfingar jafnaðarmanna í UNR. Hann er með BA-próf í stjórnmálafræði og hefur reynslu af norrænu samstarfi og stjórnarstörfum í samtökum sem ráðgjafi í danska jafnaðarmannaflokknum.
Verja norrænt lýðræði
Rasmus Emborg nefnir tvö forgangsmálefni í viðbót sem eru honum ofarlega í huga.
„Mér finnst að við hér á Norðurlöndum eigum enn frekar að standa vörð um sameiginleg gildi eins og jafnrétti, frelsi og lýðræði. Það felur í sér að við verðum að taka afstöðu til þess þegar dregið er úr slíkum réttindum í einræðisríkjum. Síðast en ekki síst eigum við að standa vörð um sameiginlegan menningararf og sameiginlega sögu.
Rasmus Emborg er kjörin fyrir tímanbilið 2021-2022. Starfstímabilið nær fram til þings Norðurlandaráðs 2022.
Loftslagskreppa, jaðarkynverundarhópar og menntun forgangsmálefni
Um helgina tók UNR 38 ályktanir til meðferðar og var 31 þeirra samþykkt. Í ályktununum sem samþykktar voru er sérstök áhersla á sjálfbæra orkunotkun, norrænt samstarf um menntun og norræna félagslega sjálfbærni þar sem aukin þekking á norrænum frumbyggjum og jaðarkynverundarhópum eru í forgangi.
Ályktanirnar verða sendar áfram á þing Norðurlandaráðs sem haldið er 1.-4. nóvember í Kaupmannahöfn.
Nánari upplýsingar:
Rasmus Emborg
rasmusemborg@gmail.com
+45 6162 5557