„Takið upp símann!“
Skýrslunni fylgir fjöldi tillagna að umbótum í norrænu samstarfi. Meðal annars er áhersla lögð á að gera fólki auðveldara að stunda nám, vinnu og viðskipti yfir landamæri Norðurlanda.
Það er okkar hagur að einfalda daglegt líf þeirra sem vilja búa í öðru norrænu landi.Vilja einfalda daglegt líf borgaranna
Anna-Maja Henriksson (sv) frá Finnlandi telur að stjórnmálin haldi ekki í við hnattræna þróun.
„Skýrsluhöfundar hafa á réttu að standa. Við verðum að skoða hvernig þróa má löggjafarsamstarf á Norðurlöndum og uppræta hindranir sem koma í veg fyrir að fólk geti starfað, búið og stundað viðskipti yfir landamærin. Það er okkar hagur að einfalda daglegt líf þeirra sem vilja búa í öðru norrænu landi. Fólk á að geta fengið aðgang að rafmagni og interneti, stofnað bankareikning og fleira sem við tökum sem gefnu í dag, án þess að þurfa að eiga í sömu vandræðum og nú.“
Henriksson og Britt Lundberg eru báðar í flokkahópi miðjumanna í Norðurlandaráði, sem hefur lagt fram tillögu um norræn borgararéttindi og samnorrænt kennitölukerfi.
Tillagan vakti mikla athygli á fundum ráðsins í Ósló í janúar. Anna-Maja Henriksson viðurkennir að hafa mætt mikilli andstöðu hjá norrænu velferðarnefndinni, sem hefur málið til umfjöllunar.
„Það lítur út fyrir að það sem samkomulag náist um fyrst séu stafræn norræn borgararéttindi. Þar er pólitískur vilji til staðar. Ég tel hins vegar að norræn borgararéttindi hafi heilmikið táknrænt gildi, og hlakka til frekari umræðna í Stokkhólmi í apríl.