Verkefni samstarfsráðherranna

Samstarfsráðherrarnir eiga frumkvæði að fjölda verkefna og aðgerða þar sem áhersla er lögð á að styrkja Norðurlöndin sem svæði. Hér er að finna upplýsingar um sum þeirra verkefna sem samstarfsráðherrarnir leggja mesta áherslu á.

Alþjóðleg kynning á Norðurlöndum

Norðurlönd hafa meðbyr á alþjóðavettvangi. Með sameiginlegri kynningu á Norðurlöndum viljum við vekja athygli á því sem við eigum sameiginlegt: Sameiginlegu sjónarhorni okkar, gildum og menningu sem á sér rætur í sameiginlegri sögu.  

Börn og ungmenni

Markmiðið með starfi Norrænu ráðherranefndarinnar að málefnum barna og ungmenna er að bæta lífskjör og auka möguleika barna og ungmenna til áhrifa.

Sjálfbær þróun

Í norrænu ríkjunum er einhugur um að vinnan að sjálfbærri þróun sé meðal mikilvægustu áskorana sem við stöndum frammi fyrir. Allt starf sem á sér stað innan vébanda Norrænu ráðherranefndarinnar á að hafa sjálfbærni að leiðarljósi. Á tímabilinu 2017–2020 forgangsraðar Norræna ráðherranefndin vinnu að áætluninni „2030-kynslóðin“ til þess að stuðla að innleiðingu Dagskrár 2030 á Norðurlöndum.

Starf að afnámi stjórnsýsluhindrana

Samstarf um afnám stjórnsýsluhindrana skiptir máli á sviði norræns samstarfs og er liður í framtíðarsýn forsætisráðherranna um Norðurlöndin sem samþættasta svæði heims. 

Info Norden – Upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir einstaklinga sem flytja til, starfa, stunda nám eða reka fyrirtæki í öðru norrænu landi. Starf Info Norden er samræmt og er fyrir hendi í öllum átta norrænu löndunum.

Norðurslóðir

Norðurlöndin láta sig miklu varða málefni sem tengjast þessu einstaka og óblíða en um leið viðkvæma svæði.

Eistland, Lettland og Litháen

Norræna ráðherranefndin hefur þróað víðfeðmt og náið samstarf við Eistland, Lettland og Litháen síðan snemma á tíunda áratug síðustu aldar.

Samstarf við Rússland

Norræna ráðherranefndin telur að þróunin í Rússlandi skipti Norðurlöndin miklu máli.

Samstarf við Eystrasaltssvæðið

Norræna ráðherranefndin á allmarga samstarfsaðila á Eystrasaltssvæðinu og tekur virkan þátt í öðru svæðisbundnu samstarfi.

Nágrannar Norðurlanda í vestri

Samstarf Norrænu ráðherranefndarinnar við grannþjóðir sínar í vestri eykst. Kanada, Bandaríkin, Bretland, Orkneyjar, Írland, Skotland og önnur lönd.

Norðurlönd í brennidepli

Norðurlönd í brennidepli leggur norrænt sjónarhorn til alþjóðlegrar umræðu. Norðurlönd í brennidepli stendur fyrir námskeiðum og sýningum um málefni sem eru á döfinni á sviði stjórnmála, umhverfismála, menningar og atvinnulífs.

Norrænar upplýsingaskrifstofur

Norrænu félögin í Svíþjóð, Finnlandi, Noregi og Íslandi annast upplýsingagjöf um Norðurlönd í heimalöndum sínum. Auk þess er rekin norræn upplýsingaskrifstofa í Suður-Jótlandi/Suður-Slésvík.

Norræn embættismannaskipti (TJUT)

Embættismannaskiptin veita ríkisstarfsmönnum tækifæri til þess að öðlast þekkingu á stjórnsýslu í öðru norrænu ríki (eða ríkjum) en heimalandinu.