Samstarfsráðherrarnir (MR-SAM)

En þeir hafa falið samstarfsráðherrunum verkefnið.

Í raun eru það norrænu samstarfsráðherrarnir sem fyrir hönd forsætisráðherranna sjá um samhæfingu norræna ríksstjórnasamstarfsins.

Hvert land skipar samstarfsráðherra í ríkisstjórn, sem bæði stýrir eigin ráðuneyti og ber ábyrgð á samræmingu norræna ríkisstjórnarsamstarfsins.  Færeyjar, Grænland og Álandseyjar skipa einnig norræna samstarfsráðherra.

Stjórnun ríkisstjórnarsamstarfsins

Samstarfsráðherrarnir mynda stjórn norræna ríkisstjórnarsamstarfsins og taka stefnumótandi ákvarðanir. Ákvarðanir verða að vera einróma. Það á einnig við um ákvarðanir annarra ráðherranefnda.

Fundir eru yfirleitt haldnir fimm til sex sinnum á ári í ráðherranefnd samstarfsráðherra, undir formennsku samstarfsráðherra þess lands sem fer með formennsku hverju sinni. Formennska í ráðherranefndinni Löndin skiptast á að fara með formennsku í ráðherranefndinni eitt ár í senn.

Á árlegu þingi Norðurlandaráðsþingi sem haldið er á hverju hausti, er meðal annars fyrirspurnartími þar sem samstarfsráðherrar svara spurningum norrænna þingmanna, sem eru fulltrúar í Norðurlandaráði, um norræna samstarfið.