Sjálfbær lífsstíll á Norðurlöndum

11.11.21 | Verkefni
Bæredygtig livsstil i Norden
Photographer
norden.org
Sjálfbær lífsstíll er yfirskrift áætlunar með sex verkefnum sem ætlað er að auðvelda ástundun loftslagsvæns lífernis á Norðurlöndum.

Upplýsingar

Dates
12.11.2021 - 31.12.2024

Áætlunin tekur til þverfaglegs samstarfs milli ráðherranefndar um jafnréttismál (MR-JÄM), ráðherranefndar um umhverfis- og loftslagsmál (MR-MK), ráðherranefndar um fiskveiðar og fiskeldi, landbúnað, matvæli og skógrækt (MR-FJLS), ráðherranefndar um menntamál og rannsóknir (MR-U), ráðherranefndar um menningarmál (MR-K) og samstarfsráðherranna (MR-SAM) ásamt norrænu barna- og ungmennanefndarinnar (NORDBUK) og sérfræðingahópsins um sjálfbæra þróun. Markmið áætlunarinnar er að auðvelda fólki að stunda sjálfbært líferni á Norðurlöndum, velja sjálfbæran kosti og flýta fyrir því að sjálfbær lífsstíll verði venjubundinn.

 

Áætlunin byggir á sex verkefnum þar sem litið er til þeirra áskorana sem við stöndum frammi fyrir varðandi lífsstíl. Lögð eru fram með einstökum hætti þverlæg sjónarhorn og fagleg nálgun á sviði menntunar, jafnréttis, næringar, samskipta og menningar. Búist er við að mikil tækifæri verði til að ná samlegðaráhrifum milli hinna ýmsu faghópa.

 

Í áætluninni er gert ráð fyrir að rætt verði hvað felst í sjálfbærum lífsstíl á Norðurlöndum, að innan vébanda hennar verði til leiðbeiningar varðandi stefnumótun og að hún muni ná til almennings gegnum upplýsingamiðlun, með innblæstri og kynningu á því hvaða breytinga sé þörf á hegðun og menningu.

 

Nánari upplýsingar um verkefnin sex eru hér að neðan.

Norðurlöndin eru oft sögð vera í fararbroddi þegar rætt er um sjálfbær samfélög. Við gerum margt rétt en um leið eru stór verkefni óleyst. Gríðarleg einkaneysla á Norðurlöndum stendur loftslagsmarkmiðum okkar fyrir þrifum. Þess vegna verður að auðvelda íbúum Norðurlanda að velja sjálfbærar lausnir.

Paula Lehtomäki, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar

Áætlunin var kynnt föstudaginn 12.11.21 í norræna COP26-skálanum í Helsinki. Í fjörlegum umræðum greindu sex verkefnastjórar frá aðdraganda áætlunarinnar og ræddu væntingar sínar til árangurs hennar. Sjá umræðurnar í heild hér að neðan.

Det nordiske samarbejde ønsker, at det skal være nemmere for borgerne i Norden at træffe bæredygtige valg i hverdagen.