Óskað eftir umsóknum vegna Nordic Talks

28.04.20 | Fréttir
Nordic Talks på Berkeley University
Ljósmyndari
Tobias Grut/Nordic Talks at Berkeley
Ertu með hugmynd að Nordic-verkefni sem getur hjálpað okkur að festa Norðurlöndin i minni heimsins? Þá ættirðu að íhuga að sækja um styrk fyrir Nordic Talks

Við erum að leita að verkefnum sem setja ný málefni á dagskrá og styrkja norræna ímynd á heimsvísu. The Nordics er kynningarverkefni Norrænu ráðherranefndarinnar og við styðjum hugmyndir og samstarf sem dregur fram sameiginleg norræn gildi svo sem traust, nýsköpun, sjálfbærni, gegnsæi og jafnrétti – á þessu ári leggum við sérstaka áherslu á nýja verkefnið okkar, Nordic Talks

HVAÐ ER NORDIC TALKS?

Nordic Talks er röð samtala þar sem fengist er við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun gegnum málefni líðandi stundar sem ná utan um kjarnann í norrænum málefnum og viðfangsefnum Verkefnið felst í samtölum sem kynnt er undir þessari yfirskrift til þess að hjálpa þér að styrkja norræna viðburðinn þinn og vekja athygli á hnattrænum umræðum sem skipta máli.

 

Nordic Talk má halda hvar sem, hvenær sem er. Það má halda í tengslum við viðburði sem þegar eru fyrir hendi, svo sem hátíðir og ráðstefnur og gestgjafarnir geta verið utanríkisþjónusta norræns ríkis, félagasamtök, háskólar, skapandi fólk og aðrir samstarfsaðilar um allan heim.

 

Bestu samtölin verða notuð í faglega hlaðvarpsþætti Norrænu ráðherranefndarinnar

 

HVAÐ STYRKJUM VIÐ?

Við styrkjum Nordic Talks um allan heim. Áherslan er á Heimsmarkmiðin 17 um sjálfbæra þróun og að fanga sameiginleg norræn gildi, svo sem jafnrétti, traust og nýsköpun. 

 

Ef þú ert með rétta verkefnið í huga og sérð gildi þess að gera Nordic Talks að hluta af verkefni þínu þá getum við hjálpað þér að fjármagna verkefnið og koma skilaboðum þínum út til fjöldans.

 

Hægt er að sækja um þrenns konar styrki: Litla, milistóra og stóra

 

Fjármagn til úthlutunar í þessari umsóknalotu er 3 milljónir danskra króna.

 

VIÐMIÐ

Viðmið til að sækja um lítinn styrk:

 • Haldið Nordic Talks sem hluta af þeim viðburði/verkefni sem sótt er um fyrir
 • Áhersla á norræn gildi og Heimsmarkmiðin og þannig stuðningur við framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir 2030
 • Sterk norræn saga

 

Viðmið til að sækja um millistóran og stóran styrk:

 • Haldið Nordic Talks sem hluta af þeim viðburði/verkefni sem sótt er um fyrir
 • Áhersla á norræn gildi og Heimsmarkmiðin og þannig stuðningur við framtíðarsýn Norrænu ráðherranefndarinnar fyrir 2030
 • Sterk norræn saga
 • Meðfjármögnun
 • Þrír aðilar að lágmarki þurfa að standa að verkefninu, þar af þurfa að minnsta kosti tveir að vera frá mismunandi norrænum ríkjum
 • Að minnsta kosti eitt norrænt sendiráð/sendiskrifstofa sé samstarfsaðili í verkefninu

 

Auk þess er lögð áhersla á:

 • Góða hugmynd
 • Sköpun og nýsköpun
 • Hugsanlega þátttakendur í Nordic Talks
 • Möguleika á kynningarstarfi
 • Þátttöku:
  • Markhópa
  • Samstarfsaðila á viðkomandi stað
  • Samstarfsnet

 

Gera verður hljóðupptöku af öllum samtölunum og senda Norrænu ráðherranefndinni. Bestu erindunum verður ritstýrt og þau send út sem hluti af hlaðvarpsflokknum okkar, Nordic Talks Hlaðvarpinu verður deilt með þér ásamt efni sem auðveldar þér að deila því áfram með viðeigandi aðilum í samstarfsneti þínu. Við kynnum líka hlaðvarpsflokkinn Nordic Talks um allan heim þannig að samtalið þitt berst til enn stærri hóps.

 

 

Auglýsingin vegna styrkja er verkefni sem stofnað var til til að fylgja eftir áætluninni um alþjóðlega kynningu á Norðurlöndum og mörkun stöðu þeirra.

Markmiðið er að skapa Norðurlöndum heildstæða ímynd sem deilir vægi sínu með umheiminum með því að sýna hvernig norræn hugsun hefur iðulega haft áhrif annars staðar og hvernig gildi okkar ganga þvert á landamæri, menningu og kynslóðir

Tobias Grut, verkefnastjóri Branding the Nordic Region

Þetta er í sjötta sinn sem auglýst er eftir umsóknum. Frá árinu 2016 hafa 140 verkefni frá ýmsum heimshornum verið styrkt af The Nordics og orðið til þess að margar framsæknar hugmyndir hafa komið fyrir sjónir heimsins.

 

Fylgið The Nordics til að fá nýjustu fréttir og upplýsingar: