Vísindafólk varar við skiptum vinnumarkaði: „Nauðsynlegt er að styrkja norræna vinnumarkaðslíkanið.“

07.05.21 | Fréttir
Man cyklar med foofora-ryggsäck
Photographer
Stina Stjernkvist/TT/Ritzau Scanpix
Kórónuveirufaraldurinn hefur staðfest hinna kunnu hæfni norræna líkansins til að takast á við umbreytingar. Aðilar hafa unnið saman og bjargað störfum, tekjum og þjóðarframleiðslu. Samt sem áður vara norrænir vinnumarkaðsfræðingar við því að þeim Norðurlandabúum sem varanlega eru utan vinnumarkaðar fari fjölgandi.

„Það er hætt við að við stefnum hraðbyri að skiptari vinnumarkaði,“ segir Jon Erik Dølvik, sem stýrði umfangsmiklu norrænu rannsóknarverkefni Norrænu ráðherranefndarinnar um framtíð atvinnulífs, sem nú er lokið.

 

Lokaskýrslan er komin út, niðurstaða rannsókna 30 vísindamanna frá átta norrænum háskólum. 


Verkefnið var að greina hvaða breytingar væru í vændum á norrænum vinnumarkaði í kjölfar stafrænnar þróunar, loftslagsvár, stöðugt hærri meðalaldurs og alþjóðavæðingar. 

Bendir á fjórar hættur

Lokaskýrslan er ekki listi með tilteknum ráðleggingum til norrænna atvinnumálaráðherra. Hún er fremur hvatning til þess að bregðast við allmörgum hættumerkjum sem vísindafólkið bendir á. 

 

„Vinnumarkaður framtíðarinnar er ekki á fyrirsjáanlegri leið heldur má segja að hann sé opinn fyrir tækifærum. Það er bæði tími og svigrúm til þess að aðlaga og vinna gegn ójafnræði og þekkingjargjám. Heimsfaraldurinn hefur sýnt okkur að staðan er traust og við erum hæf til að takast á við umbreytingar,“ segir Jon Erik Dølvik.

 

Í lokaskýrslunni bendir vísindafólkið fjórar hættur sem norræni vinnumarkaðurinn mun standa frammi fyrir um árið 2030.

Svona orðar Jon Erik Dølvik þær:

1. Hætta á skorti á vinnuafli

Hlutfall fólks á vinnufærum aldri lækkar á Norðurlöndum eins og annars staðar í heiminum. Um leið eykst þörfin fyrir vinnuafl í heilbrigðisþjónustu og við umönnun aldraðra. 


„Norðurlöndin þurfa að virkja þann hluta fólks sem er ekki í vinnu, sem sagt fleiri af þeim 20-25 prósentum sem ekki stunda vinnu nú. Þessi hópur er mestmegnis fólk með skerta starfsgetu, fólk sem hefur aðeins lokið grunnskóla, konur sem vinna hlutastörf, eldra fólk og innflytjendur. Það er erfitt að virkja þennan hóp, fjölbreyttar aðgerðir þurfa að koma til, meðal annars starfsþjálfun, starfsnám og betri vinnumarkaður. Margir innflytjendur fá störf við umönnun aldraðra,“ segir Jon Erik Dølvik. 

2. Hætta á skorti á störfum

Stafræn þróun síðustu 30 ára hefur ekki leitt til þess að dregið hafi úr fjölgun starfa á Norðurlöndum að mati vísindafólksins sem dregur upp myndir af ýktustu mögulegu framtíðarsýninni. 

 


„Það er alveg augljóst að Norðurlöndin eru í hópi þeirra sem hafa unnið þegar kemur að stafræni þróun og að norræna líkanið átti þátt í þeirri stöðu,“ segir Jon Erik Dølvik.


Störf í þjónustu hafa komið í stað þeirra starfa sem hurfu í iðnaði en fjórir af hverjum fimm Norðurlandabúum starfa nú við þjónustu. En til þess að áfram verði til störf í þjónustugeiranum þarf aukinn kaupmátt viðskiptavina og meiri fjárfestingar í nýjum störfum og það hefur verið leyst í norrænu líkaninu með stefnumótun um endurskipulag. 

 


„Áskorunin snýst sem sagt frekar um pólitík en tækni. Þar sem grafið hefur verið undan skattstofnum landanna verða að koma til nýjar alþjóðlegar aðgerðir. Aðgerðir til þess að skattleggja tæknirisana og taka upp alþjóðleg viðmið vegna fyrirtækjaskatta eru nú á dagskrá bæði hjá ESB og OECD en þetta skiptir Norðurlöndin miklu máli vegna þess að þau eru með stóran opinberan geira.

3. Hætta á þekkingargjám og að erfitt verði að fá vinnu

Í alþjóðlegum rannsóknum hefur verið varað við því að tækniþróun geti leitt til misskiptingar á vinnumarkaði þar sem aðeins verða eftir störf sem gera kröfur um mikla hæfni og svo kölluð einföld störf en það sem er þar á milli hverfi.

 

Á Norðurlöndum virðist þróunin hins vegar vera sú að einföldum störfum fækkar og störfum sem krefjast starfsmenntunar eða æðri menntunar fjölgar.


„Það eru góðar fréttir að áhugaverðum og krefjandi störfum fjölgi. Þessi þróun hefur nýst menntuðum konum vel undanfarna tvo áratugi. En þetta þýðir líka að byrjendastörf hverfa, störf sem henta fólki sem á erfitt með að komast inn á vinnumarkaðinn. Þetta hefur bitnað sérstaklega á karlmönnum sem margir hafa dottið út af vinnumarkaði vegna þess að andstæður hafa skerpst og samkeppni um einstök störf aukist. Ef aðilunum tekst ekki að takast á við umbreytinga- og þekkingargjána munum við sjá vaxandi skiptingu á norrænum vinnumarkaði,“ segir Jon Erik Dølvik. 

4. Hætta á ójafnræði og útskúfun

Vísindafólkið sér skýr merki þess að Norðurlönd þróist í átt að skiptari vinnumarkaði. Vaxandi launamunur og munur á atvinnuþátttöku ásamt tilkomu nýrra, óöruggari ráðningarsambanda eru breytingar sem staðið hafa yfir um nokkurt skeið og þessi þróun getur orðið örari í kjölfar kórónuveirukreppunnar þegar ekki síst þjónustugeirinn hefur orðið fyrir þungu höggi. 

 


„Fólk sem sendist með pítsur á hjóli er á jaðri vinnumarkaðs- og velferðarlíkansins. Hlutfall Norðurlandabúa með óhefðbundnar ráðningar hefur verið nokkuð stöðugt eftir aldamótin en við sjáum minnihluta sem fer vaxandi og lendir af mismunandi ástæðum varanlega utan kjarasamninga og almannatrygginga. Við vörum við þessu. Ef bilið breikkar er trausti og jafnrétti ógnað - sem sagt sjálfum grunninum að getu Norðurlandanna til að takast á við umskipti og kreppu.

 


Lokaniðurstaðan er sú að efla verði og endurnýja norræna vinnumarkaðslíkanið. Ekki síst er þörf á fleiri verkfærum til að takast á við misskiptingu. Aðlaga verður löggjöf og kjarasamninga að lausari tengslum atvinnurekenda og launafólks þannig að til dæmis fólk í netvangsstörfum fái hlutdeild í almannatryggingakerfinu.

Kreppur nálgast

Stærstu áhrifaþættirnir á vinnumarkaðinn – alþjóðavæðing, loftslagsbreytingar og tækniþróun – valda örari breytingum og aukinni hættu á kreppu. 

 


Þá er hæfniþróun algert lykilatriði, að mati fræðimannanna, til þess að fólk geti tekist á við breytingar og skipt um starf. Símenntunarstefna ætti því að vera í algerum forgangi, einnig til þess að takast á við þá hæfni sem á þarf að halda í grænu umskiptunum.

Fleiri skilja verðmætið

Jon Erik Dølvik telur að margt fólk hafi skyndilega áttað sig á mikilvægi líkansins sem það býr við:

 

Mikilvægi samkenndar, öryggis og jafnræðis. Hutverk aðilanna við að standa vörð um störf og tekjur. Starfsfólk í heilbrigðisþjónustu og við þrif gegnir burðarhlutverk í samfélaginu - en með allt of lágar tekjur.

 


„Við fengum tilfellið beint inn í rannsóknarverkefnið okkar um framtíð norræna líkansins. „Heimsfaraldurinn hefur aukið félagslega meðvitund og stuðning við líkanið okkar,“ segir Jon Erik Dølvik.