Atvinnuleit í Danmörku

Jobsøgning i Danmark
Hér geturðu lesið um hvernig þú leitar að vinnu í Danmörku.

Um allt land eru vinnumiðlanir þar sem þú getur leitað að vinnu. Vinnumiðlanirnar eru einnig á netinu þar sem vefgáttin nefnist jobnet.dk.

Þar geturðu skráð þig í atvinnuleit, lesið atvinnuauglýsingar og vistað ferilskrá.

Á vefnum borger.dk eru nánari upplýsingar um  vinnumiðlanir og jobnet.

Vefurinn workindenmark.dk er ætlaður útlendingum sem leita sér að vinnu í Danmörku.

Nánari upplýsingar veita stéttarfélög í hverri grein.

  Í vinnuleit í Danmörku á bótum frá heimalandinu

  Ef þú færð atvinnuleysisbætur í öðru norrænu landi eða ESB- eða EES-landi, geturður sótt um bótagreiðslur í þrjá mánuði á meðan þú dvelur í Danmörku í atvinnuleit. Nánari upplýsingar undir yfirskriftinni „Geturðu fengið atvinnuleysisbætur frá öðru norrænu landi á meðan þú ert í atvinnuleit í Danmörku?“ á vefsíðu Info Norden um atvinnuleysistryggingar og atvinnuleysisbætur í Danmörku.

  Nánari upplýsingar veita yfirvöld sem greiða bætur í landinu þar sem þú ert í atvinnuleysistryggingasjóði.

  Samband við yfirvöld
  Spurning til Info Norden

  Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

  ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

  Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
  Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna