Atvinnuleysisbætur á Álandseyjum

Åländsk arbetslöshetserättning
Ljósmyndari
Johannes Jansson
Á þessari síðu finnur þú upplýsingar um hvernig þú sækir um atvinnuleysisbætur, skilyrði fyrir atvinnuleysisbótum og umsóknareyðublöð fyrir atvinnuleysisbætur.

Á Álandseyjum hefur stofnunin AMS (miðstöð vinnumarkaðar og námsaðstoðar á Álandseyjum, Ålands arbetsmarknads- och studieservicemyndighet) umsjón með atvinnuleysisbótum.

Atvinnuleysisbætur

Á einfaldri og góðri vefsíðu AMS um atvinnuleysisbætur eru gefnar skýrar upplýsingar um hvernig sótt er um atvinnuleysisbætur, skilyrði fyrir atvinnuleysisbótum, upphæðir atvinnuleysisbóta, grunndagpeninga og tekjutengda dagpeninga, vinnumarkaðsaðstoð, hámarksupphæðir sjúkradagpeninga, réttindi og skyldur umsækjenda, upplýsingar um samstarfsvettvang atvinnuleysistryggingasjóðanna (TYj) ásamt tenglum á ýmis umsóknareyðublöð.

Ert þú í atvinnuleit á Álandseyjum og þiggur atvinnuleysisbætur frá öðru norrænu ríki?


Ef þú þiggur atvinnuleysisbætur í öðru norrænu ríki getur þú að uppfylltum vissum skilyrðum leitað þér að vinnu á Álandseyjum. Þú getur kynnt þér skilyrðin og nánari upplýsingar á síðunni um atvinnuleit á Álandseyjum:

Upplýsingar um atvinnuleysisbætur í öðrum norrænum ríkjum

Nánari upplýsingar

Hafðu samband við yfirvöld

Ef þú hefur spurningar um atvinnuleysisbætur á Álandseyjum geturðu haft
samband við miðstöð vinnumarkaðar og námsaðstoðar á Álandseyjum (AMS)

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna