Stéttarfélög á Álandseyjum

Fackföreningar på Åland
Hér má lesa um stéttarfélög og atvinnuleysistryggingasjóði á Álandseyjum og hvernig skal hafa samband við vinnuverndaryfirvöld á staðnum. Einnig eru gefnar upplýsingar um fulltrúa stéttarfélaga á Álandseyjum.

Stéttarfélög

Flest stéttarfélög í Finnlandi tilheyra einum af þremur stóru stéttarfélagasamtökunum. Stéttarfélögin á Álandseyjum tilheyra finnsku samtökunum.

Opinberi geirinn á Álandseyjum hefur samningarétt og samið er við vinnuveitanda um staðbundinn kjarasamning. Í einkageiranum gilda almennir finnskir kjarasamningar í meginatriðum. Á Álandseyjum fara samtök háskólamenntaðra á Álandseyjum, AKAVA- Aland r.f., með umboð fyrir starfsfólk í einkageiranum og JHL-FOA Åland umboð fyrir starfsfólk hjá hinu opinbera.

Ef þú hefur spurningar um aðild, stéttarfélög, starfskjör og laun á Álandseyjum eða aðrar spurningar í tengslum við stéttarfélög getur þú haft samband við Elin Sundback, fulltrúa stéttarfélaga á Álandseyjum. Hafa má samband við hana í síma +358447044722 eða með tölvupósti: elin.sundback(at)pam.fi.

Atvinnuleysistryggingasjóðir

Á Álandseyjum gilda sömu reglur um atvinnuleysistryggingasjóði og í Finnlandi. Fólk sem starfar á Álandseyjum er í landsbundnu atvinnuleysistryggingasjóðunum. Þú getur gerst meðlimur þegar þú hefur gengið í stéttarfélag. Stéttarfélagið þitt á Álandseyjum getur gefið þér nánari upplýsingar um atvinnuleysistryggingasjóðinn. Í flestum tilfellum þarftu að vera launþegi eða atvinnurekandi þegar þú sækir um aðild að atvinnuleysistryggingasjóði.

Reglan er sú að þú þarft að vera aðili að atvinnuleysistryggingasjóði í því landi sem þú starfar í eða þar sem gildandi lög eiga við um þig. Í Finnlandi getur þú í vissum tilfellum einnig gerst aðili að atvinnuleysistryggingasjóði þegar þú ert atvinnulaus. Krafan er sú að ganga þarf í atvinnuleysistryggingasjóð innan átta vikna frá því að flutt er frá öðru norrænu landi til Álandseyja. Hafðu samband við atvinnuleysistryggingasjóðinn þinn eða samtök atvinnuleysistryggingasjóða til að fá leiðbeiningar um hvernig þú berð þig að.

Aðstoð vegna erfiðra aðstæðna í starfi

Ef þú lendir í einhverjum erfiðleikum í tengslum við vinnuveitanda þinn getur þú leitað ráða hjá trúnaðarmanni á vinnustaðnum eða fulltrúa vinnuverndar sem er útnefndur af yfirmanni. Ef þú verður fyrir mismunun á vinnustað getur þú haft samband við fulltrúa vinnuverndarsamtakanna á Álandseyjum, sem getur meðal annars leiðbeint þér varðandi ráðningarsamninga, kjarasamninga, launakjör, vinnutíma, frí og önnur starfskjör.

Hafðu samband við yfirvöld

Ef þú hefur spurningar um kjarasamninga á Álandseyjum geturðu haft samband við landsstjórn Álandseyja.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna