Einkatryggingar í Danmörku

Rød paraply
Hér geturðu lesið um lögbundnar tryggingar í Danmörku. Þá er að finna upplýsingar um algengustu tryggingar sem dönsk tryggingafélög bjóða upp á.

Lögbundnar tryggingar

Sumar tegundir trygginga eru lögbundnar í Danmörku.

  • Ef þú átt skráð ökutæki er þér skylt að vera með ábyrgðartryggingu.
  • Ef þú átt hund er þér skylt að vera með hundatryggingu.
  • Ef þú ert með húsnæðislán mun bankinn oft fara fram á að þú sért með brunatryggingu.

Nánari upplýsingar um ýmsar tegundir trygginga er að finna á Forsikringsguiden, vefrænum leiðarvísi um tryggingamál. Forsikringsguiden.dk er unninn í samstarfi Forbrugerrådet og Forsikringsoplysningen.

    Algengar tegundir trygginga

    Ráðlegt er að kaupa að minnsta kosti innbús- og ábyrgðartryggingu fyrir heimilið. Oft eru í boði pakkar með bruna-, innbús- og ábyrgðartryggingu. Þeir eru yfirleitt nefndir heimilistrygging. Eins getur verið gott að vera slysatryggður.

    Innbústrygging

    Innbústrygging gildir ef persónulegum munum, til dæmis fötum, húsgögnum eða reiðhjólum, er stolið eða þeir verða fyrir skemmdarverkum. Innbústryggingin gildir einnig ef vatnstjón verður eða ef tryggingataki lendir í umferðarslysi.

    Ábyrgðartrygging

    Ábyrgðartrygging gildir ef tryggingataki veldur skemmdum af gáleysi. Ábyrgðartryggingin bætir tjón sem tryggingataki eða einn úr fjölskyldunni veldur ef slys verður. Þannig greiðir tryggingin skaðabætur eða kostnað sem tryggingataki er krafinn um.

    Slysatrygging

    Komi slys fyrir þig eða annan úr fjölskyldunni er gott að vera með slysatryggingu.

    Slysatryggingar eru tvenns konar: altryggingar (heltidsforsikring) sem gilda bæði á vinnustað og á heimilinu og frístundaslysatryggingar (fritidsulykkeforsikring) sem aðeins gilda utan vinnu.

    Aðrar tryggingar

    Til eru ýmsar aðrar tegundir trygginga í Danmörku. Nánari upplýsingar um tegundir trygginga finnurðu á vefsíðu Forsikringsoplysningen.

    Athugaðu jafnframt að atvinnuleysistryggingar í Danmörku eru einkareknar og í umsjón atvinnuleysistryggingasjóða (a-kasse).

    Ungt fólk og tryggingar

    Tryggingar foreldra gilda oft um börn þeirra upp að 21 árs aldri.

    Hún á við ef börnin búa hjá foreldrum sínum og eiga þar lögheimili. Hún á einnig við ef þau búa ein í íbúð eða á stúdentagörðum.

    Þegar börnin fara í sambúð eða eignast börn þurfa þau að vera sjálf með innbústryggingu.

    Finnið tryggingafélag

    Á vefsíðunni forsikringsguiden.dk geturðu borið saman verð og tryggingaskilmála ýmissa danskra tryggingafélaga. 

    Spurning til Info Norden

    Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

    ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

    Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
    Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna