Ferðast með hund eða kött til Danmerkur

Innflutningur á hundum og köttum til Íslands
Lestu um þær reglur sem gilda ef þú hyggst ferðast með hund, kött eða annað gæludýr til Danmerkur. Eins ef þú hyggst ferðast með gæludýr milli Sjálands og Borgundarhólms með viðkomu í Svíþjóð.

Þú getur ferðast með hund þinn, kött eða mörð frá ESB-landi, Noregi og Íslandi til Danmerkur, ekki í atvinnuskyni, að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:

  • Þú ferðast í eigin persónu með dýrið. Í sumum tilvikum geturðu veitt vini eða ættingja umboð til að ferðast með dýrið.
  • Dýrið þarf að vera auðkennismerkt með örflögu. Dýr sem merkt voru með auðlæsilegu húðflúri fyrir 3. júnlí 2011 geta fengið vegabréf.
  • Dýrið þarf að vera með ESB-gæludýravegabréf gefið út af löggiltum dýralækni.
  • Dýrið þarf að vera með gilt vottorð um bólusetningu gegn hundaæði. Dýrið þarf að vera bólusett eigi síðar en 21 degi fyrir brottför til Danmerkur.

Nánari upplýsingar er að finna hjá Fødevarestyrelsen. Þar er einnig að finna reglur um flutning á dýrum í atvinnuskyni og reglur um innflutning á hvolpum og kettlingum sem ekki er búið að bólusetja.

Ef þú tekur með þér hund til Danmerkur

Í Danmörku er skylt að merkja alla hunda og skrá þá í Dansk Hunderegister áður en þeir verða átta vikna gamlir.

Ef þú ert hundaeigandi er þér skylt að kaupa hundaábyrgðartryggingu. Þetta á einnig við þótt um stutta dvöl sé að ræða, t.d. á ferðalögum. Tryggingin á við ef hundur veldur tjóni á fólki eða hlutum. Nánari upplýsingar um hundatryggingu  er að finna á Forsikringsguiden. Skilyrði fyrir tryggingu er að finna í Bekendtgørelse om ansvarsforsikring af hunde (auglýsingu um ábyrgðartryggingu hunda).

Í Danmörku eru ákveðin hundakyn bönnuð. Nánari upplýsingar um hvaða kyn er að ræða veitir Fødevarestyrelsen.

Að ferðast með dýr með viðkomu í Svíþjóð

Ef þú ferðast með gæludýr milli Borgundarhólms og annarra landshluta Danmerkur með viðkomu í Svíþjóð þarf dýrið að uppfylla sömu skilyrði og þegar ferðast er með gæludýr til Svíþjóðar.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna