Einkunnir í íslenska menntakerfinu

Studiebøger i en bunke på gulvet
Ljósmyndari
Johannes Jansson/norden.org
Hér geturðu lesið þér til um einkunnagjöf í íslenska menntakerfinu.

Einkunnagjöf á Íslandi

Grunnskólar

Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla á mat á hæfni og framförum nemenda að vera reglubundinn þáttur í skólastarfi. Megintilgangur námsmats er að kanna stöðu nemenda, nota niðurstöður til að leiðbeina þeim um námið og hvernig þeir geti náð markmiðum þess. Í aðalnámskrá grunnskóla eru matsviðmið sett fram fyrir námsgreinar, námssvið og lykilhæfni. Matsviðmið eru lýsing á, hversu vel nemandi hefur skilgreinda hæfni, á valdi sínu. Vitnisburður við lok 10. bekkjar er hafður til hliðsjónar við innritun nemenda í framhaldsskóla og val á námsbrautum.

Matsviðmið lýsa hæfni á kvarða, notaður er kvarðinn A, B+, B, C+, C og D. 

Nánar má lesa um hæfniviðmið, námsmat og matsviðmið á heimasíðu Menntamálastofnunnar. 

Framhaldsskólar

Almennir framhaldsskólar starfa eftir aðalnámskrá framhaldsskóla. Í henni er að finna upplýsingar um markmið og skipulag námsbrauta og námsgreina. Þar eru einnig ýmsar reglur er varða réttindi og skyldur nemenda og skóla. Allir framhaldsskólar gefa út sínar eigin skólanámskrár. Í þeim eru birtar nánari upplýsingar um starfssemi hvers skóla, námsframboð, skólareglur og þjónustu þá sem nemendum stendur til boða. Skólanámskrár má finna á vefsíðum skólanna.Misjafnt er milli framhaldsskóla hvernig námsmati og einkunnagjöf er háttað. 

Háskólar

Flestir háskólar á Íslandi gefa einkunnir í heilum eða heilum og hálfum tölum frá 0 - 10. Aðaleinkunn er vegið meðaltal allra einkunna til lokaprófs og reiknast hún með tveimur aukastöfum. Hægt er að finna upplýsingar um einkunnagjöf, einingamat og einkunnir í kennsluskrá háskóla. 

Einkunnagjöf á Norðurlöndunum

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðum einstakra skóla og á heimasíðu Menntamálastofnunnar. 

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna