Einkunnaþrep í sænsku menntakerfi

Einkunnir á grunn- og framhaldsskólastigum
Sex þrepa skali er notaður á öllum skólastigum grunnskóla og framhaldsskóla í Svíþjóð. Í framhaldsskólum eru aðeins fimm einkunnaþrep sem gefin eru fyrir fullnægjandi námsárangur (A–E).
Einkunnaþrepin í grunn- og framhaldsskólum eru sex, A–F. A-E eru fimm efstu einkunnirnar og eru þær gefnar fyrir fullnægjandi námsárangur en F er falleinkunn.
Einkunnirnar er hægt að umreikna yfir í tölustafi. Einkunnin E samsvarar tölunni 10 og 2,5 er bætt við hverja einkunn hærri henni. Hæsta gildi einkunnar er 20. F er gefið fyrir ófullnægjandi árangur og gildi F er 0.
- A – 20
- B – 17,5
- C – 15
- D – 12,5
- E – 10
- F – 0
Nánari upplýsingar um reglur sem gilda um sænsku einkunnaþrepin er að finna á vefsíðunni Gymnasium.se.
Einkunnir á háskólastigi
Háskólanemum eru gefnar einkunnir fyrir námskeið sem þeir ljúka. Þær einkunnir sem yfirleitt eru notaðar í sænskum háskólum eru fallið, staðist og staðist með ágætum. Háskólum er í sjálfsvald sett að taka upp annað þrepakerfi.
Evrópusambandið hefur hannað námseiningakerfið ECTS, European Credit Transfer System til að auðvelda samanburð á einkunnum frá ólíkum löndum. Sumar sænskir háskólar hafa innleitt sjöþrepakerfi svipað því sem notað er í ECTS-námseiningakerfinu.
Fáðu upplýsingar um einkunnakerfin sem notuð eru hjá þeirri menntastofnun þar sem þú hyggst stunda nám.
Erlendar einkunnir umreiknaðar yfir í sænska kerfið
Á vefsíðu Universitets- och högskolarådet finnurðu upplýsingar um mat á erlendri menntun.
Auk þess getur þú umreiknað einkunnir þínar frá öðru norrænu landi yfir í sænskar einkunnir á vefsíðunni Antagning.se.
Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.