Einkunnaþrep í sænsku menntakerfi

Karakterskalaen i det svenske uddannelsessystem
Hér má lesa um einkunnaþrepin í Svíþjóð og hvernig þú umreiknar útlenskar einkunnir yfir í sænskar.

Einkunnir á grunn- og framhaldsskólastigum

Sex þrepa skali er notaður á öllum skólastigum grunnskóla og framhaldsskóla í Svíþjóð. Í framhaldsskólum eru aðeins fimm einkunnaþrep sem gefin eru fyrir fullnægjandi námsárangur (A–E).

Einkunnaþrepin í grunn- og framhaldsskólum eru sex, A–F. A-E eru fimm efstu einkunnirnar og eru þær gefnar fyrir fullnægjandi námsárangur en F er falleinkunn.

Einkunnirnar er hægt að umreikna yfir í tölustafi. Einkunnin E samsvarar tölunni 10 og 2,5 er bætt við hverja einkunn hærri henni. Hæsta gildi einkunnar er 20. F er gefið fyrir ófullnægjandi árangur og gildi F er 0.

  • A – 20
  • B – 17,5
  • C – 15
  • D – 12,5
  • E – 10
  • F – 0

Nánari upplýsingar um reglur sem gilda um sænsku einkunnaþrepin er að finna á vefsíðunni Gymnasium.se.

Einkunnir á háskólastigi

Háskólanemum eru gefnar einkunnir fyrir námskeið sem þeir ljúka. Þær einkunnir sem yfirleitt eru notaðar í sænskum háskólum eru fallið, staðist og staðist með ágætum. Háskólum er í sjálfsvald sett að taka upp annað þrepakerfi.

Fáðu upplýsingar um einkunnakerfin sem notuð eru hjá þeirri menntastofnun þar sem þú hyggst stunda nám.

Erlendar einkunnir umreiknaðar yfir í sænska kerfið

Á vefsíðu Universitets- och högskolarådet finnurðu upplýsingar um mat á erlendri menntun.

Auk þess getur þú umreiknað einkunnir þínar frá öðru norrænu landi yfir í sænskar einkunnir á vefsíðunni Antagning.se.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna