Ferðast með hund eða kött til Álandseyja
Hér eru gefnar upplýsingar um það helsta sem hafa þarf í huga þegar flutt er til Álandseyja:
Hundar kettir og frettur til Álandseyja frá ESB-ríki
Upplýsingar um innflutning dýra til eða frá Svíþjóð fást á síðu landbúnaðarstofnunar Svíþjóðar um hunda, ketti og merði. Upplýsingar um innflutning dýra til Álandseyja eða Finnlands fást á síðu matvælastofnunar um innflutning hunda, katta og marða frá ESB-löndum til Finnlands (Álandseyja). Dýraspítalinn á Álandseyjum heldur úti góðri síðu með upplýsingum um þær reglur sem gilda við innflutning hunda (og hvolpa) til Álandseyja og öðrum gagnlegum upplýsingum. Gott er að lesa þessar síður sem eru uppfærðar reglulega og eiga að endurspegla gildandi reglur.
Hundar kettir og frettur til Álandseyja frá Íslandi
Þegar ferðast er með gæludýr frá Íslandi gilda aðrar reglur sem lesa má á síðu Livsmedelsverket.
Nánari upplýsingar
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.