Ferðast með hund eða kött til Álandseyja

Införsel av husdjur
Ljósmyndari
Nikolaj Bock/norden.org
Í þessum hluta eru upplýsingar um hvað þú þarft að gera ef þú hyggst flytja gæludýr með þér til Álandseyja, til dæmis hund eða kött, og innflutning gæludýra við tímabundna dvöl, til dæmis í sumarhúsi.

Upplýsingar um innflutning dýra til eða frá Svíþjóð fást á síðu landbúnaðarstofnunar Svíþjóðar um hunda, ketti og merði. Upplýsingar um innflutning dýra til Álandseyja eða Finnlands fást á síðu matvælastofnunar um innflutning hunda, katta og marða frá ESB-löndum til Finnlands (Álandseyja). Dýraspítalinn á Álandseyjum heldur úti góðri síðu með upplýsingum um þær reglur sem gilda við innflutning hunda (og hvolpa) til Álandseyja og öðrum gagnlegum upplýsingum. Gott er að lesa þessar síður sem eru uppfærðar reglulega og eiga að endurspegla gildandi reglur.

 

Nánari upplýsingar:

Hafðu samband við yfirvöld

Ef þú hefur spurningar um innflutning gæludýra til Álandseyja geturðu haft samband við dýralækna umhverfis- og heilsuverndarstofnunarinnar

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna