Ferðast með hunda og ketti til Íslands

Nýjar reglugerðir um innflutning og einangrun hunda og katta tóku gildi 11. mars 2020. Einangrun styttist úr 28 dögum í 14 daga. Jafnan er innritað í einangrunarstöðvarnar á þriggja vikna fresti og skulu dýrin í hverjum einangrunarhópi dvelja samtímis í einangrun í 14 daga. Innritunardagsetningar (sem alla jafna eru mánudagar, þriðjudagar og miðvikudagar í 3. hverri viku) eru auglýstir á vefsíðum einangrunarstöðvanna.
- Eingöngu er heimilt að flytja hund/kött til íslands frá viðurkenndu útflutningslandi.
- Innflutningsleyfi útgefið af MAST skal liggja fyrir áður en dýrið er flutt til landsins.
- Innflytjandi skal bóka pláss í einangrunarstöð þar sem hundurinn/kötturinn skal dvelja í að lágmarki 14 daga.
- Innflytjandi ber ábyrgð á því að öll innflutningsskilyrði séu uppfyllt.
- Allar upplýsingar er að finna í viðeigandi leiðbeiningum (mismunandi fyrir landaflokk 1 og 2)
- Nota skal viðeigandi vottorðseyðublað (D1 eða D2)
- Útfyllt og undirritað vottorð skal senda til MAST til samþykktar í síðasta lagi 5 dögum fyrir innflutning
Nánari upplýsingar um ferlið í heild, gátlista og upplýsingar um kostnað við innflutning hunda og katta má nálgast á heimasíðu Matvælastofnunar. Á heimasíðunni er einnig að finna netspjall þar sem hægt er að senda inn fyrirspurnir varðandi innflutning dýra til Íslands.
Ferðast með gæludýr
Sömu reglur gilda varðandi ferðalög dýra til landsins og innflutning. Engu skiptir hvort um stutta dvöl eða flutning til frambúðar er að ræða. Ætlast er til þess að gæludýrin dvelji í einangrun um tíma. Reglur um innflutning gæludýra má finna á heimasíðu Matvælastofnunar og í textanum að ofan.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu Matvælastofnunnar eða í síma +354 5304800
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.