Framhaldsskólar í Svíþjóð

Ungdomsuddannelse i Sverige
Lesið um framhaldsskólakerfið í Svíþjóð, um inngöngu, aðgangskröfur og tungumálakunnáttu.

Öll ungmenni í Svíþjoð sem lokið hafa grunnskóla eða sérskóla á grunnskólastigi eiga rétt á framhaldsskólamenntun. Á framhaldsskólastigi eru menntaskólar og verkmenntaskólar.

Bóklegir framhaldsskólar

Framhaldsskólar eru reknir á vegum sveitarfélaga en einnig einkaaðila. Sumar námsbrautir eru aðeins í boði sums staðar í landnu.

Framhaldsskólar

Gymnasieskolan í Svíþjóð eru allir framhaldsskólar hvort sem þeir veita undirbúning fyrir háskólanám eða verknám.

18 námsbrautir (nationella program) standa þér til boða í Svíþjóð auk nokkurra sérhæfðra námsbrauta. Allar námsbrautir veita aðgang að háskólanámi.

Allir framhaldsskólar eru þrjú ár að lengd. Sex námsbrautanna veita undirbúning fyrir háskólanám. Þær eru hagfræðibraut, listabraut, hugvísindabraut, nátturuvísindabraut, félagsvísindabraut og tæknibraut. Aðrar námsbrautir veita undirbúning fyrir ákveðin fagsvið.

Allir nemendur á verkmenntabrautum geta fengið próf sem veitir aðgang að háskólanámi (lágmarksundirbúning). Krafan er að nemandi velji námskeið í sænsku og ensku sem veita þeim undirbúning fyrir háskólanám. Á mörgum námsbrautum á háskólastigi eru jafnframt gerðar auknar kröfur til fyrri menntunar, það sem nefnt er  „särskild behörighet“.

Frestur til að hefja framhaldsskólanám rennur út á fyrri hluta þess árs sem þú nærð tuttugu ára aldri.  Ef þú ert eldri þarftu að velja Komvux-leiðina fyrir nám fullorðinna.

Sænskir framhaldsskólar, bæði þeir sem veita undirbúning fyrir háskólanám og verknám, bjóða upp á fræðilegt nám.

Námsbrautir í sænskum framhaldsskólum innihalda átta kjarnagreinar og ýmsar sérnámsgreinar.

Allar námsbrautir innihalda:

 • Átta kjarnafög: sænsku/sænsku sem erlent mál, ensku, stærðfræði, íþróttir og heilsufræði, sögu, samfélagsfræði, trúarbragðafræði og náttúruvísindi.
 • Nokkrar sameiginlegar námsgreinar fara eftir námsbrautum.
 • Starfsnám.

Allar verkmenntabrautir bjóða upp á starfsnám sem nefnt er „Nám á vinnustað“.

Ef þú ert með sænskt framhaldsskólapróf sem veitir þér aðgang að háskólanámi geturðu sótt um nám hvar sem er á Norðurlöndum.

Nánari upplýsingar:

Sérkennsla í framhaldsskólum

Sérkennsla í framhaldsskólum stendur til boða ungmennum með sérþarfir. Námið er fjögur ár. Námið felst í níu verkmenntabrautum, einstaklingsbundnum námsbrautum fyrir nemendur sem þurfa að lesa um efni frekar en námsgreinar og nám sem er öðru vísi en almennar námsbrautir.

Lýðháskólar

Þú getur einnig lagt stund á námsgreinar framhaldsskólanna á lýðháskóla. Lýðháskólarnir eru annars konar menntastofnun með ýmsar námsbrautir.

Nánari upplýsingar á vefsíðum Skolverketog Utbildningsinfo.se.

Kröfur um aðgang að framhaldsskólanámi

Norðurlandaþjóðirnar hafa gert með sér samkomuleg um norrænt menntunarsamfélag á framhaldsskólastigi. Framhaldsskólar í Svíþjóð eru valfrjálsir og krefjast ekki skólagjalda en þá geturðu valið að loknu grunnskólaprófi.

Umsóknir

Flestir grunnskólanemar í Svíþjóð sækja um framhaldsskóla þegar líður að vori í 9. bekk (á Íslandi 10. bekk). Frestur til að sækja um framhaldsskólanám rennur út á fyrri hluta þess árs sem þú nærð tuttugu ára aldri.

Þú sækir um framhaldsskóla hjá sveitarfélaginu. Þú getur leitað aðstoðar og ráðgjafar hjá sveitarfélaginu við að sækja um framhaldsskólanám. Nánari upplýsingar um umsóknarferlið finnurðu á vefsíðu sveitarfélagsins.

Inntökuskilyrði

Ef þú hyggst hefja framhaldsskólanám í Svíþjóð þarftu að hafa lokið grunnskóla og náð prófum í ensku, stærðfræði og sænsku eða sænsku sem erlendu tungumáli. Frestur til að sækja um framhaldsskólanám rennur út á fyrri hluta þess árs sem þú nærð tuttugu ára aldri að því tilskyldu að þú hafir ekki þegar lokið öðru framhaldsskólanámi.

Ef framhaldsskólinn sem þú sækir um annar ekki eftirspurn getur hann farið fram á hærri meðaleinkunn á grunnskólaprófi.

Ef þú stenst aðgangskröfur felur það í sér að þú hafir ákveðinn undirbúning (behörighet).

Viðmiðin fyrir undirbúning fyrir námsbrautir sem veita undirbúning fyrir verkmenntun eru að þú hafir náð prófum í:

 • Sænsku/sænsku sem erlendu tungumáli
 • Ensku
 • Stærðfræði
 • Að þú hafir náð prófum í fimm valfrjálsum námsgreinum til viðbótar, alls átta námsgreinum.

Viðmiðin fyrir undirbúning fyrir námsbrautir sem veita undirbúning fyrir háskólamenntun eru að þú hafir náð prófum í:

 • Sænsku/sænsku sem erlendu tungumáli
 • Ensku
 • Stærðfræði
 • Að þú hafir náð prófum í níu valfrjálsum námsgreinum til viðbótar, alls 12 námsgreinum.

Á hagfræðibraut, hugvísindabraut og félagsfræðibraut skulu fjögur af níu prófum sem þú hefur náð vera landafræði, saga, samfélagsfræði og trúarbragðafræði.

Á náttúruvísindabraut og tæknibraut skulu þrjú af níu prófum sem þú hefur náð vera líffræði, eðlisfræði og efnafræði.

Á listabraut þarftu að hafa náð prófum í níu valfrjálsum námsgreinum.

Nemendur sem standast ekki aðgangskröfur

Ef þú ert ekki með próf sem veitir undirbúning fyrir frekara nám þarftu að sækja um inngöngu á kynningarbraut: undirbúningsbraut, námsgreinar á námsbrautum, starfskynningu, einstaklingsbundnar leiðir og tungumálakynningu.

Tungumálakunnátta

Þegar nemandi frá öðrum norrænum löndum hefur skólagöngu í Svíþjóð metur sænski skólinn hvort sænskukunnáttu nemandans nægi til þess að geta fylgst með kennslunni.

Ef nemandann skortir sænskukunnáttu er honum/henni boðin kennsla í sænsku sem erlendu tungumáli.

Þess er krafist að nemendur í sænskum framhaldsskólum skilji nægilega mikla sænsku til að geta fylgst með í tímum og standist almennar aðgangskröfur í stærðfræði og ensku.

Móðurmálskennsla

Nemandi sem á forsjáraðila með annað móðurmál en sænsku á rétt á móðurmálskennslu í tungumáli sem talað er á heimlinu dags daglega, og að því tilskyldu að nemandinn hafi undirstöðu í tungumálinu. Ef móðurmál forsjáraðila er viðurkennt sænskt minnihlutatungumál ber að bjóða nemandanum móðurmálskennslu jafnvel þótt tungumálið sé ekki talað að staðaldri á heimilinu. Sænsku minnihlutatungumálin eru finnska, meänkieli (tornedalsfinnska), allar samískar tungur, rómaní og jiddíska.

Erlendar einkunnir

Þegar um framhaldsskólanám er að ræða þarf að bera fyrri menntun og tungumálakunnáttu nemanda við sambærilegt skólastig í Svíþjóð. Þrjár leiðir eru til að meta erlendar einkunnir: 1) nemandi tekur próf í sænskum námskeiðum 2) skólastjóri gefur nemandanum einkunnina E (fullnægjandi) ef fram kemur af einkunnum, prófskírteinum eða sambærilegu að nemandi hafi náð sambærilegum prófum. Skólastjóra er ekki heimilt að gefa hærri einkunn en E, eða 3) nemandi fylgi kennslu á námskeiði og fær einkunn.

Framhaldsskólanám í öðru norrænu landi

Sænskir framhaldsskólar sem taka við norrænum nemendum

Sænsk menntastofnun getur sótt um ríkisstyrk fyrir nemendur frá hinum Norðurlöndunum. Nánari upplýsingar þar að lútandi í Reglum um framhaldsskóla (12. kafla).

Norrænn nemandi getur komist inn á framhaldsskóla ef hann hefur verið í skóla annars staðar á Norðurlöndum, er með menntun sem er sambærileg sænsku grunnskólaprófi og stenst aðgangskröfur á viðkomandi menntun. Nemandinn er undanþeginn kröfu um að hafa staðist próf í sænsku. Að öðrum kosti stendur nemandi frá öðrum norrænum löndum jafnfætis öðrum umsækjendum í sveitarfélaginu þar sem framhaldsskólinn starfar.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna