Framhaldsskólar í Svíþjóð

Undervisning
Ljósmyndari
Sam Balye / Unsplash
Kynntu þér inntökuskilyrði, umsóknarferli og námsleiðir þegar þú sækir um framhaldsskólanám í Svíþjóð. Sjáðu hvernig erlendar einkunnir eru staðfestar og hvað kröfur gilda um sænskukunnáttu.

Framhaldsskólar í Svíþjóð eru reknir á vegum bæði sveitarfélaganna og einkaaðila. Framhaldsskólar í Svíþjóð eru valfrjálsir og krefjast ekki skólagjalda en þá má sækja að loknu grunnskólaprófi.

Tvær mismunandi námsleiðir eru í boði í sænskum framhaldsskólum („gymnasieskolan“) – undirbúningsnám fyrir háskóla („högskoleförberedande program“) og starfsmiðað nám („yrkesprogram“).

Sænskt framhaldsskólanám er þriggja ára nám. Undirbúningsnám fyrir háskóla gefur aðgang að frekara námi í háskóla („universitetet“ eða „högskola“) en í starfsmiðuðu námi er áhersla lögð á fagmenntun.

Einnig eru til aðlagaðir framhaldsskólar („anpassad gymnasieskola“) með fjögurra ára námi fyrir ungmenni með sérþarfir. 

Öll ungmenni í Svíþjóð sem lokið hafa grunnskóla eiga rétt á framhaldsskólamenntun. Tilgangur framhaldsskólanna er að undirbúa nemendur fyrir atvinnulífið eða frekara nám.

Hver getur sótt um í framhaldsskóla í Svíþjóð?

Norðurlandaþjóðirnar hafa gert með sér samkomuleg um norrænt menntunarsamfélag á framhaldsskólastigi og því geta öll ungmenni sem eru yngri en 20 ára og hafa lokið grunnskóla í norrænu landi sótt um að stunda nám við sænskan framhaldsskóla.

Ef þú ert eldri en 20 ára getur þú fengið aðgang að menntun fyrir fullorðna.

Hvernig er framhaldsskólanámi hagað í Svíþjóð?

Fjölbreytt framhaldsskólanám er í boði í Svíþjóð. 18 mismunandi námsbrautir (landsbundna námsáætlunin) eru í boði í sérhverjum framhaldsskóla og einnig eru til sérhæfðar námsbrautir sem ekki eru í boði í öllum skólum.

Í sænskum framhaldsskólum eru átta skyldunámsgreinar – enska, saga, íþróttir og heilsa, stærðfræði, náttúruvísindi, trúarbragðafræði, samfélagsfræði og sænska / sænska sem annað mál. Þessar skyldugreinar undirbúa nemendur fyrir bæði atvinnulífið og frekara nám og stuðla að þróun nemenda sem einstaklinga og þátttöku þeirra í samfélaginu.

Auk þess eru í boði einstakar valgreinar og ýmsar greinar sem fara eftir því hvaða námbraut er valin. Ólaunað starfsnám („arbetsplatsförlagt lärande“, APL) er einnig hluti af mörgum námsbrautum.

Sumir skólar bjóða upp á fleiri greinar en slíkar námsbrautir eru aðeins í boði á einstökum stöðum í landinu. Þú getur haft samband við einstaka framhaldsskóla til að fá upplýsingar um hvaða námsgreinar eru í boði.

Eru sænskir framhaldsskólar undirbúningsskólar?

Námsbrautir sænskra framhaldsskólar eru hannaðar til að veita undirbúning fyrir háskólanám. Allar námsbrautir gefa aðgang að háskólanámi eða fagháskólum („yrkeshögskolan“).

Þrátt fyrir að allar námsbrautir gefi grunnfærni eru mismunandi brautir sérhæfðar til að gefa rétt á framhaldsnámi á mismunandi sviðum.

Til að fá inngöngu í framhaldsnám getur þurft sérstaka faglega færni eða menntun. Þess vegna er mikilvægt að velja viðeigandi fag til að afla sér nauðsynlegar menntunar og færni.

Ef þú ferð í starfsmiðað framhaldsskólanám getur þú byrjað að starfa í Svíþjóð að loknu náminu. Þú getur einnig tekið valáfanga sem gefa þér rétt á að stunda frekara nám í háskóla.

Þú getur haft samband við skólann sem þú hefur áhuga á til að fá upplýsingar um inntökuskilyrði.

Hvaða námsbrautir eru í boði í framhaldsskólum í Svíþjóð?

Sex námsbrautir úr landsbundnu námsáætluninni eru undirbúningsbrautir fyrir háskólanám. Þessar námsbrautir gefa nemendum bæði almenna námsfærni og tækifæri til að sérhæfa sig innan sviða sem þeir hafa sérstakan áhuga á. Þessar námsbrautir eru:

 • Hagfræðibraut.
 • Listabraut.
 • Hugvísindabraut.
 • Náttúruvísindabraut.
 • Félagsvísindabraut.
 • Tæknibraut.

Tólf námsbrautir úr landsbundnu námsáætluninni eru starfsmiðaðar („yrkesprogram“) sem leggja meiri áherslu á færni innan tiltekinna fagsviða eða starfsgreina. Þessar námsbrautir henta þeim sem vilja undirbúa sig fyrir sænska starfsmenntun („yrkesutbildning“). Þú þarft að hafa útskrifast úr framhaldsskóla til að geta sótt um sænskt starfsmenntanám.

Einnig er hægt að ljúka framhaldsskólanámi í Svíþjóð með því að ljúka alþjóðlegri Baccalaureate-gráðu (IB-námi) á ensku sem gefur alþjóðlega viðurkennt stúdentspróf. Starfsmiðað nám sameinar bóklegt nám úr IB-námi og sérhæfða verklega áfanga.

Einnig er hægt að stunda nám á íþróttabraut þar sem framhaldsskólamenntun er sameinuð íþrótt á háu stigi, eða lærlingsnám, þar sem nám í skóla er sameinað starfsþjálfun á viðeigandi vinnustað um það bil helming þriggja ára námstímans.

Ef þú ert með vitsmunalega fötlun eða heilaskaða og þarft á meiri aðlögun að halda vegna þess en framhaldsskólar bjóða alla jafna upp á gætu aðlagaðir framhaldsskólar hentað þér. Þeir bjóða upp á níu starfmiðaðar námsbrautir úr landsbundnu námsáætluninni og einstaklingsmiðaðar námsbrautir ef nemendur þurfa að einbeita sér að einstökum efnissviðum í stað hefðbundinna námsgreina, sem og nám sem er ólíkt hinu hefðbundna landsbundna námsfyrirkomulagi.

Hvernig fær maður inngöngu í framhaldsskóla í Svíþjóð?

Flestir grunnskólanemar í Svíþjóð sækja um framhaldsskóla þegar líður að vori í 9. bekk (á Íslandi 10. bekk). Frestur til að sækja um rennur út á fyrri hluta þess árs sem þú nærð tuttugu ára aldri.

Þú sækir um í framhaldsskóla hjá sveitarfélaginu sem framhaldsskólinn er í. Hafðu samband við upplýsingaskrifstofu sveitarfélagsins til að sækja um. Ef þú vilt sækja um í einkareknum skóla sendir þú umsóknina beint til skólans.

Í mörgum sveitarfélögum fer allt umsóknarferlið fram á sameiginlegu vefsvæði en aðrir nota skriflegar umsóknir á pappír. Umsóknarfrestur sænsku framhaldsskólanna er mismunandi eftir sveitarfélögum.

Þú finnur nánari upplýsingar um umsóknarferlið á vefsíðu sveitarfélagsins. Þú getur leitað aðstoðar og ráðgjafar hjá sveitarfélaginu við að sækja um framhaldsskólanám.

Hver eru inntökuskilyrði sænskra framhaldsskóla?

Ef þú hyggst hefja framhaldsskólanám í Svíþjóð þarftu að hafa lokið grunnskóla og náð prófum í ensku, stærðfræði og sænsku eða sænsku sem erlendu tungumáli.

Ef framhaldsskólinn sem þú sækir um annar ekki eftirspurn getur hann farið fram á hærri meðaleinkunn á grunnskólaprófi.

Ef þú stenst aðgangskröfur felur það í sér að þú hafir ákveðinn undirbúning (behörighet).

Viðmiðin fyrir undirbúning fyrir námsbrautir sem veita undirbúning fyrir verkmenntun eru að þú hafir náð prófum í:

 • Sænsku/sænsku sem erlendu tungumáli
 • Enska
 • Stærðfræði
 • Að þú hafir náð prófum í fimm valfrjálsum námsgreinum til viðbótar, alls átta námsgreinum.

Viðmiðin fyrir undirbúning fyrir námsbrautir sem veita undirbúning fyrir háskólamenntun eru að þú hafir náð prófum í:

 • Sænsku/sænsku sem erlendu tungumáli
 • Enska
 • Stærðfræði
 • Að þú hafir náð prófum í níu valfrjálsum námsgreinum til viðbótar, alls 12 námsgreinum.

Á hagfræðibraut, hugvísindabraut og félagsfræðibraut skulu fjögur af níu prófum sem þú hefur náð vera landafræði, saga, samfélagsfræði og trúarbragðafræði.

Á náttúruvísindabraut og tæknibraut skulu þrjú af níu prófum sem þú hefur náð vera líffræði, eðlisfræði og efnafræði.

Á listabraut þarftu að hafa náð prófum í níu valfrjálsum námsgreinum.

Er hægt að sækja um í sænska framhaldsskóla án þess að uppfylla inntökuskilyrðin?

Ef þú ert ekki með próf sem veitir undirbúning fyrir frekara nám þarftu að sækja um inngöngu á kynningarbraut: undirbúningsbraut, námsgreinar á námsbrautum, starfskynningu, einstaklingsbundnar leiðir og tungumálakynningu.

Hvernig eru erlendar einkunnir staðfestar í Svíþjóð?

Ef þú hefur lokið hluta framhaldsskólanáms í öðru landi og vilt halda skólagöngunni áfram í Svíþjóð er hægt að fá fyrri menntunina og tungumálakunnáttu metna miðað við samsvarandi stig í sænsku skólakerfi. Þrjár leiðir eru til að meta erlendar einkunnir:

 • Þú tekur próf í sænsku áföngunum.
 • Rektor getur gefið þér einkunnina E (staðist) ef einkunnir þínar, prófskírteini eða samsvarandi sýnir að þú hafir náð því stigi sem nægir til að standast próf. Rektor getur ekki gefið hærri einkunn en E.
 • Þú getur setið áfanga og fengið einkunn.

Hvaða sænskukunnáttu er krafist í sænskum framhaldsskólum?

Þegar nemandi frá öðrum norrænum löndum hefur skólagöngu í Svíþjóð metur sænski skólinn hvort sænskukunnáttu nemandans nægi til þess að geta fylgst með kennslunni.

Ef nemanda skortir sænskukunnáttu er honum boðin kennsla í sænsku sem erlendu tungumáli.

Þess er krafist að nemendur í sænskum framhaldsskólum skilji nægilega mikla sænsku til að geta fylgst með í tímum og standist almennar aðgangskröfur í stærðfræði og ensku.

Er hægt að fá móðurmálskennslu í Svíþjóð?

Ef móðurmál foreldris eða forráðamanns þíns er ekki sænska á rétt á móðurmálskennslu í tungumáli sem talað er á heimilinu dags daglega, og að því tilskyldu að þú hafir undirstöðu í tungumálinu.

Ef móðurmál foreldris eða forráðamanns þíns er viðurkennt sænskt minnihlutatungumál áttu rétt á móðurmálskennslu jafnvel þótt tungumálið sé ekki talað að staðaldri á heimilinu. Sænsku minnihlutatungumálin eru finnska, meänkieli (tornedalsfinnska), allar samískar tungur, rómaní og jiddíska.

Getur þú fengið fjárhagsaðstoð vegna náms við framhaldsskóla í Svíþjóð?

Ef þú ert norrænn ríkisborgari og vilt ljúka öllu eða hluta af framhaldsskólanámi þínu í Svíþjóð landi getur þú fengið styrk frá námslánastofnun í heimalandi þínu ef stofnunin viðurkennir viðkomandi skóla.

Er hægt að sækja um nám á háskólastigi erlendis með stúdentsprófi úr sænskum framhaldsskóla?

Norðurlöndin hafa gert með sér samning um norrænt menntunarsamfélag á framhaldsskólastigi. Samningurinn samræmir löndin og tryggir að námsmenn frá norrænu löndunum hafi aðgang að framhaldsskólamenntun, bæði á undirbúningsnámsbraut fyrir háskóla og starfsmiðaðri námsbraut, með sömu skilyrðum og ríkisborgarar viðkomandi lands.

Ef þú ert með sænskt framhaldsskólapróf sem veitir þér aðgang að háskólanámi geturðu sótt um nám hvar sem er á Norðurlöndum.

Ríkisstyrkur til sænskra framhaldsskóla sem taka við norrænum nemendum

Sænskar menntastofnanir geta sótt um ríkisstyrk fyrir nemendur frá hinum Norðurlöndunum. Nánari upplýsingar um þetta eru í þar reglugerð um framhaldsskóla (12. kafla).

Norrænir nemendur geta fengið inngöngu í sænska framhaldsskóla ef þeir hafa verið í skóla annars staðar á Norðurlöndum, eru með menntun sem er sambærileg sænsku grunnskólaprófi og standast inntökuskilyrði námsins. Nemendur eru undanþegnir kröfu um að hafa staðist próf í sænsku. Að öðru leyti standa nemendur frá öðrum norrænum löndum jafnfætis öðrum umsækjendum í sveitarfélaginu þar sem framhaldsskólinn starfar.

Hvar má finna leiðbeiningar um nám á Norðurlöndum?

Leiðbeiningar um nám í norrænu löndunum innihalda gagnlegar upplýsingar um námstækifæri og starfsmöguleika í norrænu löndunum. Í þeim má finna upplýsingar um framhaldsskólamenntun, starfsmenntanám og aðra námsmöguleika til að þú getir fengið yfirlit yfir þá kosti sem standa til boða og upplýsingar um umsóknarferli, inntökuskilyrði og leiðsögn við val á fögum.

Nánari upplýsingar

Þegar fyrirhugað er að stunda nám við framhaldsskóla í Svíþjóð er mikilvægt að hafa þekkingu á námsmannahúsnæði, fjármögnun menntunarinnar, viðurkenningu sænskrar menntunar í öðrum norrænum löndum o.s.frv. Gagnlegar upplýsingar um þetta eru að finna í ýmsum leiðbeiningum Info Norden um nám.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna