Örorkulífeyrir í Finnlandi

Suomen työkyvyttömyyseläke
Hér segir frá örorkulífeyri í Finnlandi. Þær upplýsingar sem hér koma fram eiga einnig við Álandseyjar.

Til að geta sótt um örorkulífeyri vegna skertrar starfsgetu þarf alla jafna að framvísa ítarlegri greinargerð og læknisvottorði. Sé umsækjandi á vinnumarkaði skal hann leita til finnska vinnueftirlitsins. Endurhæfing er ávallt fyrsti valkostur þegar starfsgeta skerðist og þegar sótt er um örorku ganga lífeyrisstofnanir ávallt úr skugga um hvort umsækjandi á rétt á endurhæfingu. Einnig er hægt að leita ráða hjá finnsku almannatryggingastofnuninni (Kansaneläkelaitos eða Kela) eða lífeyrisstofnun sem viðkomandi greiðir starfstengdan lífeyri til.

Átt þú rétt á örorkulífeyri í Finnlandi?

Í Finnlandi er örorkulífeyrir greiddur samkvæmt lögum um starfstengdan lífeyri og lífeyri úr almannatryggingasjóði.

Örorkubætur samkvæmt lögum um starfstengdan lífeyri

Þú átt rétt á örorkulífeyri samkvæmt lögum um starfstengdan lífeyri ef þú hefur áunnið þér starfstengd lífeyrisréttindi og starfsgeta þín hefur verið skert í að minnsta kosti eitt ár vegna veikinda eða fötlunar. Örorkulífeyri er hægt að veita einstaklingi sem orðinn er 17 ára en hefur ekki náð lágmarksaldri sem krafist er til að fá greiddan ellilífeyri. Örorkulífeyri er hægt að veita ótímabundið eða sem endurhæfingarstyrk til ákveðins tímabils.

Samkvæmt lögum um starfstengdan lífeyri samanstendur örorkulífeyrir af lífeyrisréttindum sem áunnust áður en starfsgeta skertist, auk framreiknaðra lífeyrisréttinda. Framreiknuð lífeyrisréttindi merkja að auk þess tíma sem viðkomandi var á vinnumarkaði eru honum reiknuð lífeyrisréttindi fram í tímann, fram að þeim aldri sem hann má hefja töku ellilífeyris.

Örorkulífeyrir samkvæmt lögum um lífeyri úr almannatryggingasjóði

Til að fá endurhæfingarstyrk eða örorkulífeyri samkvæmt gildandi lögum um lífeyri úr almannatryggingasjóði þarf að uppfylla eftirtalin skilyrði:

 • Sjúkdómur, meiðsl eða fötlun koma í veg fyrir að viðkomandi geti unnið fyrir sér
 • Viðkomandi er á aldrinum 16–64 ára
 • Annar lífeyrir og bætur eru undir tekjumarki Kela
 • Viðkomandi hefur búið í Finnlandi í að minnsta kosti þann tíma sem kveðið er á um í lögum, eða þrjú ár eftir 16 ára aldur. Hafi viðkomandi heyrt undir almannatryggingakerfi í öðru ESB/EES-landi eða Sviss fyrir flutninginn til Finnlands er unnt að taka þann tíma með í reikninginn.Ungt fólk með skerta starfsgetu þarf ekki að uppfylla skilyrði um búsetutíma í Finnlandi, hafi það áður fengið fötlunarstyrk fyrir yngri en 16 ára frá Kela eða ef viðkomandi hefur haft skerta starfsgetu á meðan hann bjó í Finnlandi fyrir 19 ára aldur.

Að sækja um

Ef þú býrð í Finnlandi

Einstaklingar búsettir í Finnlandi geta sótt um örorkulífeyri hjá Kela og hjá sinni lífeyrisstofnun. Hafi viðkomandi áður starfað í öðru Norðurlandi getur hann sótt um erlendan örorkulífeyri um leið og örorkulífeyri frá Finnlandi. Ef sótt er um örorkulífeyri frá tveimur eða fleiri norrænum ríkjum er vert að hafa í hugalífeyrisréttindi kunnavera háð mismunandi skilyrðum eftir löndum.

Ef þú býrð í öðru norrænu landi

Búi viðkomandi í öðru Norðurlandi en Finnlandi og hafi áður starfað í Finnlandi er hægtsækja um örorkulífeyri frá Finnlandi um leið og frá búsetulandinu.

  Nánari upplýsingar

  Spurning til Info Norden

  Ef þú ert með spurningu skaltu fylla út eyðublaðið hérna:

  ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

  Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
  Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna