Sjúkradagpeningar á Íslandi
Hvenær öðlast maður rétt til sjúkradagpeninga á Íslandi?
Til að eiga rétt á greiðslum sjúkradagpeningar þarf að uppfylla eftirtalin skilyrði
- Vera sjúkratryggður á Íslandi.
- Vera algjörlega óvinnufær í að minnsta kosti 21 dag samfellt.
- Hafa lagt niður vinnu eða orðið fyrir töfum á námi.
- Vera hættur að fá launatekjur, hafi verið um þær að ræða.
- Vera 16 ára eða eldri.
Launþegar sem fá greidd laun í veikindum samkvæmt kjarasamningum fá sjúkradagpeninga greidda þegar þau laun falla niður.
Óskertir dagpeningar greiðast þeim sem fella niður heils dags vinnu (fullt starf). Hafi einstaklingur unnið í lægra starfshlutfalli greiðast að jafnaði hálfir dagpeningar, en réttur getur þó verið minni ef starfshlutfall sem lagt er niður vegna veikinda var undir 50%. Sá sem vann fulla vinnu fyrir veikindin og tekur upp allt að hálfs dags starf í afturbata getur fengið hálfa dagpeninga í allt að þrjá mánuði.
Óskertir dagpeningar greiðast þeim sem fella niður heils dags vinnu (fullt starf). Hafi einstaklingur unnið í lægra starfshlutfalli greiðast að jafnaði hálfir dagpeningar, en réttur getur þó verið minni ef starfshlutfall sem lagt er niður vegna veikinda var undir 50%. Sá sem vann fulla vinnu fyrir veikindin og tekur upp allt að hálfs dags starf í afturbata getur fengið hálfa dagpeninga í allt að þrjá mánuði.
Við greiðslu sjúkradagpeninga til þeirra sem eru sjálfstætt starfandi er miðað við reiknað endurgjald sem greitt hefur verið tryggingagjald af. Þegar viðkomandi verður tekjulaus vegna veikinda þarf að tilkynna það til skattyfirvalda, en tilkynning berst SÍ þá rafrænt.
Tekjulaust námsfólk 18 ára og eldra sem stundar a.m.k. 75% nám getur átt rétt á sjúkradagpeningum, að uppfylltum nánari skilyrðum laganna, ef veikindi valda töfum á að námsáfangi náist.
Falli störf heimavinnandi fólks á eigin heimili alveg niður vegna veikinda eru greiddir hálfir sjúkradagpeningar.
Móðir sem fæðir barn í heimahúsi á rétt á fullum sjúkradagpeningum í 10 daga frá fæðingu barns.
Sjúkradagpeningar eru einungis greiddir til einstaklinga sem sækja áfengis- og/eða vímuefnameðferð fyrir það tímabil sem þeir eru í sérhæfðri meðferð á viðurkenndri stofnun. Skilyrði er að meðferð taki í að minnsta kosti 21 dag. Þetta gildir bæði um inniliggjandi sjúklinga og þá sem eru í meðferð á dagdeildum. Ekki eru greiddir sjúkradagpeningar vegna göngudeildarmeðferðar.
Einstaklingur þarf að hafa samband Sjúkratryggingar Íslands og láta sjúkratrygga sig á grundvelli vinnu á Íslandi, heimilt er að greiða í tvo mánuði dagpeninga eftir að störfum líkur. Hafa ber í huga að sé einstaklingur sjúkratryggður á Íslandi kan það að hafa áhrif á það hvort hann sé sjúkratryggður í sínu búsetulandi.
Hversu mörgum veikindadögum á viðkomandi rétt á?
Sjúkradagpeninga má greiða í allt að 52 vikur á hverjum 24 mánuðum. Sjúkradagpeningar greiðast frá 15. veikindadegi ef viðkomandi er óvinnufær í að minnsta kosti 21 dag.
Hvernig er sótt um sjúkradagpeninga á Íslandi?
Sótt er um sjúkradagpeninga hjá Sjúkratryggingum Íslands.
Hvað á við þegar einstaklingur er langveikur eða með ólæknandi sjúkdóm
Ef einstaklingur er langveikur eða með ólæknandi sjúkdóm er sótt um lífeyrir hjá Tryggingastofnun.
Sjúkradagpeningar þegar unnið er í öðru norrænu ríki
Þegar einstaklingur hefur störf í öðru norrænu ríki missir hann rétt til sjúkradagpeninga frá Íslandi. Í staðinn á viðkomandi rétt á greiðslum í því landi sem hann starfar.
Nánari upplýsingar er að finna á upplýsingasíðum Info Norden:
Veikindaréttur samkvæmt kjarasamningum
Í lögum er kveðið á um lágmarksveikindarétt launþega sem er tveir dagar fyrir hvern unninn mánuð. Í kjarasamningum er kveðið nánar á um veikindarétt. Almenna reglan er sú að eftir því sem unnið er lengur hjá sama vinnuveitenda eykst veikindaréttur launafólks. Áunnin réttindi og útfærsla veikindaréttar, svo sem fjöldi veikindadaga, ákvarðast því af lögum og þeim kjarasamningum sem við eiga hverju sinni.
Launþega ber að tilkynna um veikindi sín við fyrsta tækifæri og framvísa læknisvottorði fari atvinnurekandi fram á það. Sé starfsmaður veikur á meðan á orlofi stendur er möguleiki á að viðkomandi eigi rétt á viðbótarorlofi en tilkynna ber um veikindin við fyrsta tækifæri og framvísa læknisvottorði.
Í vinnuslysa- eða atvinnusjúkdómstilfellum sem tengjast vinnu eða ferðum til og frá vinnustað á starfsmaður rétt á launum frá atvinnurekanda fyrir dagvinnu í allt að þrjá mánuði til viðbótar áunnum veikindarétti.
Sé launamaður frá vinnu vegna sjúkdóms eða slyss í lengri tíma en veikindaréttur hans nær á launamaður rétt á greiðslum úr sjúkrasjóði stéttarfélags síns.
Veikindi barna
Við veikindi barna yngri en þrettán ára geta foreldrar átt rétt á launuðu leyfi en þær reglur eru breytilegar eftir kjarasamningum. Foreldri getur á rétt á sjúkradagpeningum úr sjúkrasjóði síns stéttarfélags standi veikindi barns lengur en launaréttur foreldris nær. Foreldrar langveikra og fatlaðra barna geta leitað til Tryggingastofnunar ríkisins og sótt um umönnunargreiðslur. Nánari upplýsingar um þær má nálgast á heimasíðu Tryggingastofnun ríkisins.
Við hvern á að hafa samband ef spurningar vakna?
Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Sjúkratrygginga Íslands. Einnig er hægt að fá upplýsingar símleiðis hjá þjónusturáðgjafa í síma (+354) 515 0000.
Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.
ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.