Sjúkradagpeningar í Danmörku

Danske sygedagpenge
Hér geturðu lesið um gildandi reglur um rétt til danskra sjúkradagpeninga.

Þú átt rétt á sjúkradagpeningum ef þú ert óvinnufær vegna veikinda eða meiðsla. Meginkrafan er sú að þú búir í Danmörku og greiðir skatt af tekjum þínum í Danmörku. Frá þessu geta verið undantekningar, til dæmis ef þú býrð í öðru ESB-landi eða flytur milli ESB-landa eða til lands sem Danmörk hefur sérstakan samning við.

Áttu rétt á dönskum sjúkradagpeningum?

Launþegar

Ef þú býrð í öðru norrænu landi en starfar í Danmörku gilda yfirleitt danskar reglur ef starfshlutfall þitt í búsetulandinu er ekki hærra en 25%. Í öðrum tilvikum gilda reglur búsetulandsins.

Ef þú býrð í Danmörku en starfar í öðru norrænu landi gilda yfirleitt danskar reglur ef starfshlutfall þitt í Danmörku er hærra en 25%. Í öðrum tilvikum gilda reglur starfslandsins.

Ef þú ert í vafa um hvort danskar reglur eigi við skal hafa samband við Udbetaling Danmark.

Þú þarft að uppfylla að minnsta kost eitt eftirtalinna skilyrða til þess að öðlast rétt á dönskum sjúkradagpeningum:

  • Þú ert í vinnu og hefur unnið að minnsta kosti 240 vinnustundir á síðustu sex almanaksmánuðum sem lokið er fyrir fyrsta veikindadag. Þar af hefur þú unnið að minnsta kosti 40 vinnustundir mánaðarlega í að minnsta kosti fimm mánuði.
  • Ef þú hefðir ekki veikst hefðirðu átt rétt til atvinnuleysisbóta.
  • Þú hefur lokið starfsmiðuðu námi sem var að minnsta kosti 18 mánuðir að lengd fyrir minna en mánuði síðan.
  • Þú ert í launuðu starfsnámi sem kveðið er á um í lögum.
  • Þú ert í hlutastarfi fyrir fólk með skerta starfsgetu (fleksjob).

Nánari upplýsingar á vefslóðinni borger.dk.

Ef þú ert sjálfstætt starfandi eða maki sem starfar í einstaklingsfyrirtæki

Reglur sem gilda um sjálfstætt starfandi er að finna á vefnum borger.dk.

Ef þú ert atvinnulaus

Sértu atvinnulaus kanntu að eiga rétt á sjúkradagpeningum ef þú hefðir átt rétt á atvinnuleysisbótum ef þú hefðir ekki veikst.

Þú getur einnig fullnægt kröfunni um tengsl við vinnumarkað ef þú hefur lokið starfsmiðuðu námi sem var að minnsta kosti 18 mánuðir að lengd fyrir minna en mánuði síðan.

Nánari upplýsingar á vefslóðinni borger.dk.

Ef þú stundar nám

Námsfólk á almennt ekki rétt á sjúkradagpeningum nema viðkomandi hafi áunnið sér til þessa með launavinnu.

Ef þú þiggur danskan námsstyrk (SU) vegna framhaldsnáms geturðu sótt um um auka SU-klipp.

Ef þú þiggur námsstyrk frá öðru norrænu landi þarftu að leita nánari upplýsinga hjá þeirri stofnun sem greiðir námsstyrkinn.

Hvernig sækirðu um sjúkradagpeninga?

Eftirfarandi á við um launafólk? Ef þú ert sjálfstætt starfandi eða atvinnulaus geturðu aflað þér upplýsinga á vefnum borger.dk.

Þú átt að tilkynna vinnustaðnum veikindi þín eins skjótt og unnt er, og eigi síðar en tveimur klukkustundum eftir að vinnutíminn hófst, nema kveðið sé á um annað í starfsmannareglugerð eða þess háttar.

Þegar þú ert fjarverandi frá vinnu vegna veikinda greiðir atvinnurekandinn og/eða sveitarfélagið þér sjúkradagpeninga.

Sjúkradagpeningar frá atvinnurekanda

Ef þú færð ekki greidd full laun frá atvinnurekanda við veikindi á hann að greiða þér sjúkradagpeninga fyrstu 30 almanaksdagana. Þess er þó krafist að þú hafir starfað hjá atvinnurekandum í tiltekinn tíma. Nánari upplýsingar er að finna á vefnum borger.dk.

Sjúkradagpeningar frá sveitarfélaginu

Ef þú átt ekki rétt á launum eða sjúkradagpeningum frá atvinnurekandanum þarftu að sækja um sjúkradagpeninga hjá sveitarfélaginu.

Ef þú ert launþegi er meginreglan sú að þú getur fengið sjúkradagpeninga í 22 vikur að hámarki á níu mánaða tímabili. Áður en 22 vikur eru liðnar endurmetur sveitarfélagið aðstæður þínar og tekur ákvörðun um hvort hægt sé að framlengja sjúkradagpeningatímabilið.

Nánari upplýsingar um kröfur fyrir launþega, sjálfstætt starfandi og atvinnulausa er að finna á vefnum borger.dk.

Samtal eigi síðar en eftir fjögurra vikna veikindi

Eigi síðar en fjórar vikur eru liðnar frá fyrsta veikindadegi á atvinnurekandinn að boða þig í viðtal þar sem markmiðið er að finna lausn á því hvenær og hvernig þú getur snúið aftur til starfa. Ef um langtímaveikindi er að ræða geturðu ef til villa byrjað að vinna í hlutastarfi og sinnt verkefnum sem sniðin eru að þörfum þínum.

Ef búist er við að veikindin standi lengur en í átta vikur þarftu að taka þátt í eftirfylgniáætlun hjá sveitarfélaginu.

Vinnumarkaðsúrræði eftir 22 vikur

Ef sveitarfélagið metur það svo að ekki sé hægt að framlengja sjúkradagpeningatímabilið að 22 vikum liðnum en að þú sért enn óvinnufær vegna veikinda tekur við tímabil vinnumarkaðsúrræði. Á tímabili vinnumarkaðsúrræðis færðu framfærslugreiðslu óháð því hvort þú eigir eignir eða maka. Tímabil vinnumarkaðsúrræði er tvö ár að hámarki en þú getur tekið þátt í fleiri en einu ef sveitarfélagið metur það svo að þú sért enn óvinnufær vegna veikinda.

Ef þú ert óvinnufær að hluta

Ef þú ert óvinnufær að hluta geturðu fengið hlutaupphæð sjúkradagpeninga. Krafan er að læknirinn meti að þú getir einungis unnið hlutastarf eða að þú þurfir á göngudeildarmeðferð að halda.

Þú getur hvenær sem er á sjúkradagpeningatímabilinu ákveðið að tilkynna að þér sé betnað að hluta til og snúið aftur til vinnu í hlutastarfi. Þú færð greidd laun fyrir þá tíma sem þú vinnur en sjúkradagpeninga fyrir veikindatímana.

Þú þarft að vera frá vinnu í að minnsta kosti fjórar klukkustundir á viku til þess að eiga rétt á sjúkradagpeningum.

„Standby“ ef veikindin eru alvarleg

Ef um alvarleg veikindi er að ræða þar sem ekki þjónar neinum tilgangi eða ekki er gerlegt fyrir sjúklinginn að eiga samskipti við sveitarfélagið, er þarf hann hvorki að mæta í samtöl né taka þátt í úrræðum.

Þetta á til dæmis við um krabbameinssjúklinga eða fólk með alvarlega hjartasjúkdóma. Undanþága þessi er nefnd standby-fyrirkomulag.

Ef þú telur að þú eigir rétt á undanþátu skaltu geta þess á upplýsingablaðinu eða hafa samband við sveitarfélagið.

Þú getur misst rétt á sjúkradagpeningum

Þú getur misst rétt á sjúkradagpeningum:

  • ef þú tefur fyrir bata þínum;
  • ef þú færist undan því að taka þátt í uppfylgniáætlun og úrræðum sveitarfélagsins án gildrar ástæðu;
  • ef þú vanrækir skyldu þína að tilkynna eða skjalfesta fjarveru þína vegna veikinda.

Hvaða reglur gilda ef um langvarandi eða ólæknandi veikindi er að ræða?

Atvinnurekandinn getur fengið kostnað vegna sjúkradagpeninga endurgreiddan frá fyrsta veikindadegi ef veruleg hætta er á því að þú veikindi þín verði langvarandi eða sjúkdómurinn ólæknandi. Krafan er að þú og atvinnurekandinn gerið sérstakt samkomulag við sveitarfélagið sem kallað er § 56-aftale.

Nánari upplýsingar eru á vefnum borger.dk.

Hvaða reglur gilda ef um vinnumeiðsl eða atvinnusjúkdóm er að ræða?

Þú getur lesið nánar um hvernig þú tilkynnir vinnumeiðsl eða atvinnutengdan sjúkdóm á borger.dk. Þar er einnig að finna upplýsingar um skaðabætur og hverjir veiti aðstoð í slíkum málum.

Hvert er hægt að snúa sér með spurningar?

Þú getur leitað til sveitarfélagsins með spurningar sem varða sjúkradagpeninga. Leiki vafi á því hvort danskar reglur eigi við um þig skaltu hafa samband við Udbetaling Danmark.

Samband við yfirvöld
Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna