Sjúkradagpeningar í Svíþjóð

Svenske sygedagpenge
Hér getur þú lesið þér til um reglur um rétt þinn til sjúkradagpeninga í Svíþjóð ef þú ert launþegi, ert í rekstri, í fæðingarorlofi, námi eða ert atvinnulaus. Einnig eru gefnar upplýsingar um hvernig þú sækir um sjúkradagpeninga ef þú býrð í Svíþjóð og starfar í landi.

Sænska orðið yfir sjúkradagpeninga er „sjukpenning“. Sjúkradagpeningar er upphæð sem þú færð ef þú getur ekki unnið vegna veikinda.

Hvenær öðlastu rétt til sjúkradagpeninga í Svíþjóð?

Reglur um rétt til sjúkradagpeninga í Svíþjóð fara eftir aðstæðum.

Ef þú stundar launavinnu greiðir vinnustaðurinn þér sjúkradagpeninga í stað launa fyrstu 14 veikindadagana. Dregið er tímabundið frá upphæð sjúkradagpeninganna. Tímabundinn frádráttur á að nema 20% af þeirri upphæð sjúkradagpeninga sem gert er ráð fyrir að þú fáir á meðal almanaksviku.

Að 14 dögum liðnum á atvinnurekandinn að tilkynna um veikindi þín til Försäkringskassan. Eftir það geturðu sótt um sjúkradagpeninga hjá Försäkringskassan.

Sjálfstætt starfandi eiga ekki rétt á sjúkradagpeningum. Þú þarft að tilkynna veikindi til Försäkringskassan strax á fyrsta degi veikinda. Þú ákveður sjálf/ur hvað þú tekur marga biðdaga áður en greiðslur frá Försäkringskassan hefjast. Ef þú aðhefst ekkert færðu sjö biðdaga.

Þú getur fengið sjúkradagpeninga ef þú:

  • er tryggð/ur í Svíþjóð;
  • getur ekki unnið vanalegan vinnutíma sinn vegna veikinda. Þú þarft að vera frá vinnu að minnsta kosti fjórðung af venjulegum vinnutíma til þess að eiga rétt á sjúkradagpeningum;
  • missir tekjur sem veita rétt til sjúkradagpeninga. Tekjur sem veita rétt til sjúkradagpeninga (SGI) er upphæð sem Försäkringskassan reiknar út en á henni byggjast sjúkradagpeningarnir.

Greiðslurnar nema tæplega 80 prósent af launum (ef þú ert sjálfstætt starfandi miðast þær við tekjur rekstursins) en eru aldrei hærri en 725 sænskar krónur á dag.

Ef þú veikist á meðan þú ert í fæðingarorlofi gætir þú átt rétt á að fá sjúkradagpeninga í staðinn fyrir fæðingarorlofsgreiðslur. Þú þarft að sækja um hjá Försäkringskassan strax á fyrsta degi veikinda. Fæðingarorlofsgreiðslur falla þá niður á meðan þú ert veik og getur ekki annast barnið þitt.

Þú átt rétt til sjúkradagpeninga ef þú

  • ert veik og geta þín til að annast barnið minnkar um að minnsta kosti 25%;
  • ert með fastar tekjur sem veita rétt til sjúkradagpeninga (SGI).

SGI er upphæð sem er reiknuð út af Försäkringskassan og byggir á árstekjum þínum. SGI byggist á því að þú eigir rétt til bóta og hvað þú færð háar bætur þegar þú veikist.

Ef þú veikist á meðan þú ert í atvinnuleit áttu rétt á sjúkradagpeningum ef þú

  • getur ekki sótt um störf eða hafið störf vegna veikinda; er veik/ur að minnsta kosti fjórðung þess tíma sem þú hefðir stundað atvinnuleit;
  • ert skráð/ur í atvinnuleit hjá vinnumiðlun (Arbetsförmedlingen). Einstaklingur sem hætti störfum fyrir minna en þremur mánuðum getur átt rétt á sjúkradagpeningum þótt hann sé ekki skráður í atvinnuleit á Arbetsförmedlingen. Hann á þó ekki rétt á sjúkradagpeningum fyrstu 14 daga veikindanna.
  • er almannatryggður í Svíþjóð. Viðkomandi er almannatryggður í Svíþjóð ef síðasta starfið sem hann stundaði var í Svíþjóð. Hægt er að vera almannatryggður í Svíþjóð þótt viðkomandi hafi unnið í öðru landi. Einnig eru dæmi um að einstaklingur geti verið almannatryggður í öðru landi þó að hann hafi unnið í Svíþjóð. Hafið samband við þjónustuver Försäkringskassan í síma +46 (0)771-524 524 ef vafi kemur upp.

Tilkynna skal um veikindi til Försäkringskassan strax á fyrsta degi veikinda. Sjúkradagpeningar nema tæplega 80 prósentum af fyrri launum. Þó er hámark fjárhæðar sem greidd er út fyrir hvern dag.

Námsmenn sem veikjast eiga að tilkynna um veikindi til Försäkringskassan strax á fyrsta degi veikinda.

Einstaklingur sem getur ekki stundað nám vegna veikinda getur haldið námsstyrk og -láni frá lánasjóði námsmanna (Centrala studiestödsnämnden, CSN) CSN tekur tillit til veikinda þegar námsframvinda er skoðuð.

Fólk sem stundar vinnu meðfram námi getur átt rétt á sjúkradagpeningum. Tekjur þurfa að nema tiltekinni lágmarksupphæð á ári til þess að viðkomandi eigi rétt á að fá greidda sjúkradagpeninga.

Hversu lengi þarf ég að búa eða starfa í Svíþjóð til að eiga rétt á bótum frá Svíþjóð?

Fólk sem á heima í Svíþjóð er alla jafna almannatryggt í Svíþjóð. Það þýðir að það á rétt á að fá greiðslur frá Försäkringskassan.

Fólk sem flytur til Svíþjóðar og hyggst eiga þar heima í eitt ár eða meira á að vera í þjóðskrá í Svíþjóð. Skráningin fer fram hjá sænsku skattayfirvöldunum, Skatteverket.

Einstaklingar sem eru ekki í þjóðskrá í Svíþjóð eiga að skrá sig hjá Försäkringskassan. Í kjölfar þeirrar skráningar gengur Försäkringskassan úr skugga um hvort viðkomandi á að njóta almannatrygginga í Svíþjóð eða í öðru landi.

Einstaklingur sem starfar í Svíþjóð en á heima í öðru norrænu ríki er almannatryggður í því landi sem hann starfar, þ.e. Í Svíþjóð.

Hvað áttu rétt á mörgum veikindadögum í Svíþjóð?

Sjúkradagpeningar eru tímabundnar greiðslur. Þeir koma í stað tekjutaps þar til viðkomandi getur hafið störf að nýju. Það veltur á hversu mikil áhrif veikindin hafa á starfsgetu hversu lengi og hversu háar greiðslur viðkomandi fær.

Hvernig sækir þú um sjúkradagpeninga í Svíþjóð?

Sótt er um sjúkradagpeninga til Försäkringskassan.

Hver eru réttindin í Svíþjóð ef um langvarandi eða ólæknandi veikindi er að ræða?

Einstaklingur sem er veikur í lengri tíma fær sinn eigin ráðgjafa hjá Försäkringskassan sem hjálpar honum með allt sem snýr að sjúkradagpeningum. Ráðgjafinn hefur samband um leið og sjúkradagpeningar hafa verið greiddir út í fyrsta sinn.

Einstaklingur sem ekki er orðinn þrítugur og getur ekki unnið fulla vinnu í eitt ár að lágmarki vegna veikinda, slyss eða fötlunar, getur átt rétt á virknibótum (aktivitetsersättning).

Einstaklingur sem er orðinn 19 ára og mun líklega aldrei geta unnið fulla vinnu vegna veikinda, slyss eða fötlunar, getur átt rétt á sjúkradagpeningum.

Hvað á við þegar um er að ræða vinnuslys eða vinnutengdan sjúkdóm?

Einstaklingur sem verður fyrir tekjutapi vegna vinnuslyss á rétt á bótum frá Försäkringskassan. Slíkar bætur kallast líftryggingarfé (livränta). Til þess að fá livränta þarf læknir að hafa metið að vinnuslysið muni hafa áhrif á atvinnugetu viðkomandi í að minnsta kosti eitt ár.

Ef vinnuslys veldur útgjöldum vegna tannlækninga, hjálpatækja eða umönnunar erlendis á viðkomandi rétt á bótum frá Försäkringskassan.

Hvernig sækir þú um sjúkradagpeningar þegar þú starfar í öðru landi?

Ef þú býrð í Svíþjóð en starfar í öðru landi missir þú rétt þinn til sjúkradagpeninga frá Svíþjóð. Í staðinn áttu rétt á greiðslum í því landi sem þú starfar. Fáðu upplýsingar hjá almannatryggingum í því landi sem þú starfar hjá um hvernig greiðslu sjúkradagpeninga er hagað.

Á vefsíðum Info Norden er að finna upplýsingar um sjúkradagpeninga og hvaða stofnanir þarf að hafa samband við í öðrum norrænum löndum vegna þeirra.

Hvert er hægt að snúa sér með spurningar?

Þú getur hringt í þjónustuver Försäkringskassan í síma +46 (0)771-524 524 eða leitað upplýsinga á vef Försäkringskassan.

Spurning til Info Norden

Ef þú ert með spurningu eða ef þú hefur rekist á hindrun í norrænu landi skaltu fylla út eyðublað okkar.

ATH: Ef spurningin þín varðar afgreiðslu tiltekins máls eða umsóknar eða annarra persónulegra mála skaltu hafa samband við viðkomandi yfirvald.

Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar. Við gefum upplýsingar til fólks sem vill flytja, vinna, stunda nám, leita styrkjum eða hefja rekstur í öðru norrænu landi.
Leitaðu að skrifstofu Info Norden hérna