Aukin áhersla á þátt kynjajafnréttis og fjölbreytni á sviði matar

Talk by Shakirah Simley
Photographer
Rasmus Flindt Pedersen

Ræða Shakirah Simley á Freja-ráðstefnunni í ágúst 2018

Utanfrá séð lítur út fyrir að Norðurlandabúar séu búnir að ná þessu öllu. Ofarlega á lífskjaralista Sameinuðu þjóðanna (HDI). Í toppsæti hvað varðar félagslegt traust. Meistarar sjálfbærnimarkmiða SÞ. Og leiðandi í jafnréttismálum á heimsvísu. Þetta þýðir samt ekki að við getum hallað okkur aftur í sætunum og slakað á.

Eftir Afton Halloran

 

Stefnuyfirlýsingin um ný norræn matvæli var mikilvæg til þess að hefja til vegs hágæða matvæli úr heimabyggð og árstíðabundin mat. Þessi áhersla hefur stuðlað að því auka meðvitund um umhverfismál bæði í matvælageiranum og meðal almennings.

 

Um leið hefur valinn hópur fólks hlotið viðurkenningu og frægð fyrir þátttöku sína í nýju norrænu matvælahreyfingunni. „Nýir norrænir karlar eru sýndir í fjölmiðlum sem ástríðufullir og skapandi einstaklingar sem hafa lítinn áhuga á peningum eða hröðum nútímalífstíl og neyslumenningu. Þeir bjóða ekki aðeins upp á nýjungar á sviði matargerðarlistar heldur einnig öðruvísi frásagnir af því hvað felst í því að vera karlmaður í hnattvæddum heimi síðkapítalismans. Nýju norrænu karlmennirnir hafa orðið alþjóðlegar táknmyndir gegnum áhuga sinn á nærumhverfinu,“ segir Jonatan Leer, rannsóknastjóri hjá Food and Tourism Studies í University College Absalon, í nýlegri vísindagrein sinni, New Nordic Men: Cooking, Masculinity and Nordicness in René Redzepi’s Noma and Claus Meyer’s Almanak.

 

Konur hafa alltaf verið hluti af veitingageiranum, borið fram mat í opinberum mötuneytum og á hágæðaveitingastöðum. Samt sem áður hefur sterk rödd nokkurra áberandi karla gert konum í veitingageiranum erfitt um vik að komast í sviðsljósið. Það mál nær langt út fyrir eldhúsið. Í nýjustu skýrslu Global Media Monitoring Project kom fram að konur eru aðeins 24% þeirra sem heyrðist í, lesa mátti um eða sáust í fréttum dagblaða, sjónvarps og útvarps.

 

Menningarlegt misvægi og mikill fjöldi karla í nýju norrænu matvælahreyfingunni hefur orðið kveikjan að allnokkrum verkefnum þar sem reynt er að afhjúpa hina rótgrónu þætti sem koma í veg fyrir að margbreytileiki verði almennur.

Jafnrétti eftirsóknarvert

Freja-ráðstefna var haldin í fyrsta sinn í ágúst 2018. Ráðstefnunni, sem naut stuðnings Norrænu ráðherranefndarinnar, var ætlað að stuðla að auknu kynjajafnrétti í veitingagerianum á Norðurlöndum.

 

„Við gerðum okkur grein fyrir að veruleg jafnréttisáskorun er fyrir hendi í iðnaðinum og samfélaginu. Við höfum komist að því að mikill stuðningur er við að kynjajafnrétti verði eflt í veitingageiranum á Norðurlöndum. Veruleg líkindi eru milli Norrænu ríkjanna en einnig mikill mismunur - ekki síst þegar kemur að því að takast á við áskorun á borð við jafnrétti. Vitanlegar verður að bera virðingu fyrir þessum mismun og hugsanlega má finna bæði norrænar og leiðir og leiðir innan hvers lands til þess að ná markmiðinu. Engu að síður er skynsamlegt að standa þétt saman og leggja áherslu á að búa til ný norræn viðmið,“ segir Maria Louise Nørgaard Olesen frá Matvælastofnun Danmerkur, en stofnunin bar ábyrgð á skipulagningu Freja-ráðstefnunnar.

 

Með því að stefna saman áhrifafólki úr heimi matargerðarlistarinnar með það að markmiði að skapa lausnir stuðlar Freja-ráðstefnan að miðlun þekkingar, að jafnrétti verði eftirsótt og að þátttakendur skuldbindi sig til aðgerða.

 

Freja hefur einnig verið mikilvægur vettvangur til þess að beina sjónum að konum sem vinna hörðum höndum og eiga drjúgt framlag til veitingageirans en njóta iðulega lítillar viðurkenningar.

 

„Viðurkenning er lykilorðið. Við verðum að veita karlkyns matreiðslumeisturum minni athygli – það verður að draga úr þeirra rými ef rými kvenna í hópi matreiðslumeistara á að aukast. Einnig þarf að fjárfesta í leiðtogaþjálfun í veitingageiranum – nútímastjórnandi sem er starfi sínu vaxinn er hvorki kvenfyrirlítari né kynþáttahatari. Við verðum að efast um „karlkyns snillingana“ – frægu miðaldra karlkyns matreiðslumeistarana sem stýra eldhúsunum sínum eins og gert var á áttunda áratugnum með kvenfyrirlitningu, kynþáttahatri, aga og vondum vinnuskilyrðum,“ segir Sophia B. Olsson, yfirmatreiðslumeistari á Vrå í Gautaborg í Svíþjóð.  

 

Nú verður Freja-ráðstefnan haldin í annað sinn og þar verður áfram stefnt saman skoðunum og sjónarmiðum hvaðanæva að á Norðurlöndum um það hvernig gera megi veitingastaðina að betri vinnustöðum fyrir alla.

Alþjóðleg samstarfsnet

Hið alþjóðlega Parabere Forum hefur nú verið haldið á Norðurlöndunum í tvö ár í röð – fyrst í Malmö 2018 og svo í Ósló 2019.

 

Eins og Freja stefnir Parabere saman leiðandi hugsuðum á sviði matargerðarlistar, matvæla og næringar til þess að skapa öflugt alþjóðlegt samstarfsnet sem styrkir áhrif kvenna í matvælageiranum.
 

Algeng afsökun fyrir því að konur birtist ekki í fjölmiðlum eða á mikilvægum ráðstefnum er að erfitt sé að finna þær. Með þetta í huga hefur Parabere Forum komið á fót ítarlegum gagnagrunni þar sem nú er að finna meira en 5.000 matreiðslumeistara, vínþjóna, matvælaframleiðendur, vísindamenn, mannfræðinga, frumkvöðla og sérfræðinga alls staðar að úr heiminum.

 

„Sem stendur er augljóst misræmi á framboði á konum og körlum í veitingageiranum. Á sama tíma og konur virðast hafa horfið af sjónarsviðinu, að minnsta kosti opinberlega, hefur orðið til mikil tortryggni um matvælageirann, og vera kann að þetta sé ekki tilviljun. Við þurfum að heyra í röddum kvenna og nýta hæfileika þeirra þannig að við getum aukið traustið í matvælageiranum og skapað framtíðarsýn sem byggir á gildum sjálfbærni og jafnra tækifæra,“ segir Maria Canabal, forseti Parabere Forum. 

 

Annað framlag til þess að draga meiri athygli að kynjajafnrétti í matvæla- og veitingageiranum er appið Parabere Gourmet City Guide App þar sem er að finna, matarvagna, veitingastaði, litla bari, handverksbakarí o.fl., stýrt af konum og í eigu þeirra, í ýmsum borgum víðs vegar í heiminum, meðal annars Kaupmannahöfn. Samhliða kynningu appsins Parabere Forum kom út safn ritgerða eftir 100 leiðandi konur á sviði matargerðarlistar, Cooking up a Better Food Future, þar sem þær greindu frá væntingum sínum til framtíðarinnar. Parabere Care Award er annað framlag til þess að auka veg kvenna en þau veita stjórnendum sem halda vel utan um tengsl atvinnulífs og einkalífs viðurkenningu.

Höfum við náð takmarkinu?

Innsæið segir okkur að margbreytileiki sé í eðli sínu til góðs. Vísindin staðfesta það. Studies by McKinsey, leiðandi fyrirtæki á sviði stjórnunarráðgjafar, hefur ítrekað sýnt fram á að fyrirtæki þar sem fjölbreytileiki er meiri varðandi kyn, uppruna og menningu eru líklegri til þess að standa framar keppinautum sínum.

 

Hvað stendur í vegi fyrir breytingum þegar fjárhagslegur ábati stendur einnig til boða?

 

Erfitt hefur reynst að benda á hvað það er nákvæmlega sem kemur í veg fyrir kynjajafnrétti vegna þess hversu lítið er til af gögnum.

 

Sem betur fer hefur það leitt til þess að danska mannréttindastofnunin stóð að rannsókn um kynferðislega áreitni í hótel- og veitingageiranum sem unnin var af Hótel- og veitingaskólanum í Kaupmannahöfn. Niðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar á næstu Freja-ráðstefnu í ágúst 2019. Þetta er samt sem áður aðeins dropi í hafið á flóknu sviði sem rannsaka þarf út frá margvíslegum sjónarhornum.

 

„Við getum ekki haldið áfram í þessum sama gamla takti. Mestu skiptir að horfast í augu við að við verðum að hreyfa við hlutunum ef við viljum raunverulegar breytingar. Mesta framþróunin felst í þeirri staðreynd að stöðugt er meira rætt um jafnrétti kynjanna – eða skortinn á því – í samfélaginu. Það er erfitt að hrinda breytingum úr vör ef áskoranirnar sem við erum að reyna að fást við eru ekki viðurkenndar og vel skilgreindar,“ bætir Maria Louise Nørgaard Olesen við.

 

----

Lokaðu augunum stundarkorn og hugsaðu þér að árið sé 2034. Hvað hefur breyst á norræna matvælasviðinu? Hversu fjölbreytt, samþætt og réttlátt er það? Þrátt fyrir að við vitum ekki nákvæmlega við hverju við megum búast getum við haft áhrif á þessari stundu. Skrifum framtíðina saman.

 

 

Við viljum þakka Mariu Louise Nørgaard Olesen (Food Organization of Denmark), Sophiu B. Olssen (veitingastaðnum Vrå) og Mariu Canabal (Parabere Forum) fyrir að leggja upplýsingar til þessara hugleiðinga.

 

Þessi grein er hluti af greinaröð um framtíð nýju norrænu matvælahreyfingarinnar. Fylgstu með Afton Halloran, sérfræðingi í sjálfbærum matvælakerfum, hlusta á mismunandi raddir víðsvegar að á Norðurlöndum.