Ákvarðanir á 74. þingi Norðurlandaráðs

07.11.22 | Fréttir
Erki
Photographer
Magnus Fröderberg
Rannsaka þarf áhrif faraldursins á börn og ungt fólk í fátækum fjölskyldum, berjast þarf gegn ágengum tegundum og Nordplusáætlunin verður framlengd. Einnig stofnun loftslagsráðs ungs fólks, áætlun um skiptinám fyrir námsmenn frá Belarús og skipulag vinaskóla á Norðurlöndum. Þetta var á meðal þess sem teknar voru ákvarðanir um á 74.þingi Norðurlandaráðs í Helsingfors.

Hinu árlega Norðurlandaráðsþingi lauk með atkvæðagreiðslu um 24 tillögur sem kynntar voru í þingsal af forsætisnefnd ráðsins og fagnefndunum fjórum: Norrænu velferðarnefndinni, norrænu sjálfbærninefndinni, norrænu þekkingar- og menningarnefndinni og norrænu hagvaxtar- og þróunarnefndinni.

Nánar um tillögurnar og nefndarálit

6. Utanríkismál

6.1 Nefndarálit um þingmannatillögu um norrænt samstarf um Vestur-Sahara

Nefndarálit 6.1 var samþykkt.

6.2. Nefndarálit um þingmannatillögu um áætlun um skiptinám fyrir námsmenn frá Belarús

Nefndarálit 6.2 var samþykkt.

 

 

11. Fjárhagsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar

11.1. Nefndarálit um ráðherranefndartillögu um fjárhagsáætlun Norrænu ráðherranefndarinnar 2023

Nefndarálit 11.1 var samþykkt.

 

 

15. Norræna þekkingar- og menningarnefndin

15.1. Nefndartillaga um skýrslu um rannsóknastefnu

Tillaga 15.1 var samþykkt.

15.2. Nefndarálit um þingmannatillögu um vinaskóla og vináttutengsl menntastofnana

Nefndarálit 15.2 var samþykkt.

15.3. Nefndarálit um ráðherranefndartillögu um Nordplus, nýtt verkefnatímabil 2023–2027

Nefndarálit 15.3 var samþykkt.

15.4. Nefndarálit um þingmannatillögu um að koma á fót norrænni kennslustofnun fyrir tónlistarnemendur

Nefndarálit 15.4 var samþykkt.

15.5. Nefndarálit um þingmannatillögu um að auka norrænt efni í kennaramenntun

Nefndarálit 15.5 var samþykkt.

15.6. Nefndarálit um þingmannatillögu um bókasöfn í hringrásarhagkerfi framtíðarinnar

Nefndarálit 15.6 var samþykkt.

15.7. Nefndarálit um þingmannatillögu um námskrár gegn rasisma

Nefndarálit 15.7 var samþykkt.

 

 

16. Norræna velferðarnefndin, frh.

16.1. Nefndarálit um þingmannatillögu um fíkniefnastefnu á Norðurlöndum sem byggist á mannréttindum

Nefndarálit 16.1 var samþykkt.

16.2. Nefndarálit um þingmannatillögu um fyllingaraðgerðir í fegurðarskyni og aðrar fegrunarskurðaðgerðir

Nefndarálit 16.2 var samþykkt.

16.3. Nefndarálit um þingmannatillögu um að fækka börnum og ungmennum sem alast upp við viðvarandi lágtekjur

Nefndarálit 16.3 var samþykkt.

16.4. Nefndarálit um þingmannatillögu um norrænt samstarf um langvarandi COVID

Nefndarálit 16.4 var samþykkt.

 

 

17. Norræna hagvaxtar- og þróunarnefndin

17.1. Nefndarálit um þingmannatillögu um vottunarkerfi fyrir sjálfbæra ferðaþjónustu

Nefndarálit 17.1 var samþykkt.

17.2. Nefndarálit um þingmannatillögu um rafvæðingu siglinga og hafna

Nefndarálit 17.2 var samþykkt.

 

 

18. Norræna sjálfbærninefndin

18.1. Nefndarálit um þingmannatillögu um lög um vistmorð

Tillagan var send aftur til nefndarinnar.

18.2. Nefndarálit um þingmannatillögu um norrænt samstarf um aðgerðir gegn ágengum tegundum

Nefndarálit 18.2 var samþykkt.

18.3. Nefndarálit um þingmannatillögu um að gera Norðurlönd leiðandi á sviði föngunar, flutnings og geymslu koldíoxíðs (CCS) í Evrópu

Nefndarálit 18.3 var samþykkt.

18.4. Þingmannatillaga um stofnun norræns og landsbundinna ungmennaráða

Nefndarálit 18.4 var samþykkt.

18.5. Nefndarálit um þingmannatillögu um Svansmerkingar á umbúðum

Nefndarálit 18.5 var samþykkt.

 

 

19. Forsætisnefnd

19.1 Nefndarálit um þingmannatillögu um reikningsskil Norrænu ráðherranefndarinnar

Nefndarálit 19.1 var samþykkt.

19.2. Nefndarálit um þingmannatillögu um að auka vægi norræns samstarfs í löndunum

Nefndarálit 19.2 var samþykkt.