Michael Tetzschner, forseti Norðurlandaráðs árið 2018

President Michael Tetzschner
Photographer
Magnus Fröderberg/Norden.org
Michael Tetzschner er kjörinn forseti Norðurlandaráðs árið 2018.

Michael Tetzschner er stórþingsmaður í Noregi. Hann hefur setið á Stórþinginu fyrir hönd Hægriflokksins frá árinu 2009. Á sama tímabili hefur hann átt sæti í Norðurlandaráði. Michael Tetzschner er formaður norsku landsdeildarinnar og varaformaður flokkahóps hægrimanna í Norðurlandaráði. Hann er lærður lögfræðingur og gerðardómari.

Í forsetatíð Michaels Tetzschner á formennskuári Norðmanna í Norðurlandaráði 2018 verður áfram unnið að afnámi stjórnsýsluhindrana milli landanna. Í formennskudagskrá Norðmanna er lögð sérstök áhersla á að efla norrænt samstarf á sviði heilbrigðis, menntunar, málefna hafsins og varnarmála.