Námsefni um norrænu tungumálin
Norden online
Norden online er ætlað öllum sem vinna að því að gera kennslu í norrænum tungumálum áhugaverða fyrir nemendur í grunnskólum á Norðurlöndum. Síðunni er haldið úti með stuðningi frá Norrænu ráðherranefndinni.
Norden i skolen
Norden i skolen er ókeypis kennsluefnisgátt sem bætir til muna aðstöðu kennara og nemenda í öllum norrænu löndunum til að vinna með grannmálin dönsku, norsku og sænsku, bæði í grunnskóla og menntaskóla. Þar er að finna mikið og fjölbreytt efni. Efnið er auðvelt í notkun og tekur mið af því að kennsla í grannmálum er ekki bara venjuleg móðurmálskennsla.
Norðurlandamálin með rótum og fótum
„Norðurlandamálin með rótum og fótum” er fagleg og lifandi kynning á norrænum tungumálum í sögulegu samhengi. Efnið er gefið út á dönsku, færeysku, íslensku, norsku og sænsku. Í bókinni er sagt frá uppbyggingu tungumálanna, sögulegri þróun og innbyrðis tengslum. Í tengslum við bókina og vefsetrið er umfangsmikið námsefni sem samanstendur af kortum, aðgengilegum textum um tungumálasögu og efni henni tengdri. Einnig er hægt að hlaða bókinni niður sem PDF eða panta hana á útgáfumiðstöðinni NordPub.
Ókeypis gönguferðir í höfuðborgunum
Hvað er betri æfing í dönsku og norsku en að fara í gönguferð með leiðsögn um Ósló eða Kaupmannahöfn? Æfðu skilning á tungumálunum tveimur í ókeypis sýndargönguferðum með tilheyrandi verkefnum á netinu.
Nordsnakk
Nordsnakk er fyrir Norðurlandabúa sem vilja æfa sig í granntungumálunum. Verkefnið gengur út á að áhugasamir einstaklingar mæla sér mót á Skype til að æfa sig í að hlusta á og tala annað norrænt tungumál.
Atlantbib
Atlantbib er verkefni um bækur þar sem kennarar og nemendur skrifa rafrænar fagbækur á netinu sem nota má gjaldfrjálst í skólum. Bækurnar fjalla um það sem líkt og ólíkt með norrænu og baltnesku löndunum með tilliti til sögu, landfræði, tungumála og menningar. Nemendur taka þátt í að rannsaka efnið, skrifa, þýða og lesa inn bækurnar áður en þær eru gefnar út. Öllum skólum er frjálst að taka þátt í verkefninu og skrifa eða þýða bækur. Markmiðið er að opna sameiginlegan tungumála- og menningarheim norrænu og baltnesku landanna fyrir börn ásamt því að bjóða upp á ókeypis námsefni á mismunandi skólastigum.
Norræni bókagleypirinn
Norræni bókagleypirinn veitir aðgang að ókeypis náms- og stuðningsefni um myndabækur frá Norðurlöndum á öllum norrænu tungumálunum. Efnið er öllum frjálst til afnota, s.s. við undirbúning á bókaspjalli með skólabörnum, á bókasöfnum eða heima.
Ábendingar um norrænt námsefni
[Við þiggjum með þökkum ábendingar um námsefni um Norðurlönd á webredaktionen@norden.org.]