Reglur um áheyrnarrétt í nefndum Norðurlandaráðs

Temasession 2018
Ljósmyndari
Auðunn Níelsson

Norðurlandaráð vill stuðla að hreinskiptni og skoðanaskiptum og gefur því einstaklingum kost á áheyrn hjá nefndum ráðsins til að kynna sjónarmið sín‚ sbr. 37. gr. í Starfsreglum Norðurlandaráðs.

Hér verður greint frá reglum um áheyrnarrétt.

Hverjir geta fengið áheyrn og hvernig fer hún fram?

Einstaklingar og minni hópar (allt að fimm manns) geta beðið um áheyrn hjá nefndum Norðurlandaráðs í tengslum við nefndarfundi. Áheyrn felst í að kynna stuttlega sjónarmið sín á málefni sem er á dagskrá fundarins eða öðrum málum í verkahring nefndarinnar.

Sendinefnd fær að jafnaði 15 mínútur til að leggja fram sjónarmið sín og svara spurningum nefndarinnar. Nefndarmenn tjá sig ekki um skoðanir sendinefndarinnar en geta beint spurningum til hennar.

Áheyrn er veitt í tengslum við nefndarfundi – yfirleitt í byrjun fundar. Pólitísk afgreiðsla málsins fer fram síðar enda fara nefndarfundir að jafnaði fram fyrir luktum dyrum‚ sbr. 2. mgr. 35. gr. í Starfsreglum ráðsins. 35. gr., 2. mgr.

 

Beiðni um áheyrn hjá nefndum Norðurlandaráðs skal senda hingað:

Nordisk Råd

Ved Stranden 18

DK-1061 København

Sími: +45 33960400

Netfang: [nordisk-rad@norden.org]

Beiðni þarf að berast eigi síðar en fjórum dögum áður en fundur hefst.

Nefndarfundir

Nefndir Norðurlandaráðs funda samtímis fimm sinnum á ári víðs vegar á Norðurlöndum. Dagskrá nefndarfunda er birt á vefnum viku fyrir fund á heimasíðunni: