Allsnægtaborð með norrænum sögum

19.03.18 | Fréttir
The Nordics Brand tool box
Ljósmyndari
www.thenordics.com
Til er sérstök norræn sýn á lífið, sýn sem nær langt út fyrir landfæðileg mörk Norðurlandanna. Ummerki þessarar sýnar sér stað um allan heim. Norðurlandaþjóðirnar hafa afhent heiminum hana í stað þess að halda henni fyrir sig.

„Norðurlandaþjóðirnar eiga ákveðin sameiginleg gildi sem snúa að jafnrétti og hreinskilni,“ segir Margot Wallström, utanríkisráðherra Svíþjóðar og formaður Norrænu ráðherranefndarinnar.

Jafnvel besta sagnafólkið þarf góðar hugmyndir Þess vegna hefur Norræna ráðherranefndin komið á fót stafrænum vettvangi sem er allsnægtaborð með sögum, kvikmyndum, staðreyndum og ljósmyndum sem sýna norræn gildi í verki. Með þessum verkfærakassa fylgir ókeypis gagnvirkt hönnunartól sem gerir öllum þeim sem vilja deila ástríðu sinni fyrir norrænu hugarfari kleift að hanna sitt eigið efni til að kynna norræna viðburði um allan heim.

Norðurlandaþjóðirnar eiga ákveðin sameiginleg gildi sem snúa að jafnrétti og hreinskilni.

„Ég vil hafa hlutina áþreifanlega. Og þetta er mjög áþreifanleg leiði til þess að miðla norrænum gildum. Ég ætla sannarlega að kynna þetta innan ráðuneytis míns,“ bætir Wallström við.

Kynning á Norðurlöndunum er samstarfsverkefni - þannig geta allir lagt af mörkum og fengið í staðinn tækifæri til að vekja athygli á viðburðum sínum með því að birta þá á síðunni www.thenordics.com eða með því að nota einfaldlega myllumerkið #TheNordics á samfélagsmiðlum.

Markaðssetningu svæðis snúið á hvolf

Undanfarin ár hafa norrænu forsætisráðherrarnir lagt mikla áherslu á að auka sýnileika Norðurlandanna. Eitt af forgangsverkefnunum - markaðssetning svæðisins - miðar að því að styrkja samkeppnishæfni og auka tækifæri Norðurlandanna í alþjóðasamfélaginu.

Kjarni norrænu markaðssetningarinnar eru fimm sameiginleg gildi sem tengja svæðið innbyrðis; traust, hreinskilni, sjálfbærni, nýsköpun og jafnrétti.

„Það virðist skynsamlegt að nota norrænu gildin til þess að auka áhuga heimsbyggðarinnar á svæðinu okkar. Þegar áhuginn er vakinn verður auðveldara að fikra sig yfir á önnur svið svo sem viðskipti og samvinnu,“ staðfestir Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra Íslands.

Norræna markaðssetningarverkefnið breytir leikreglunum með því að snúa markaðssetningu svæðisins á hvolf. Og með því að leggja stoltið til hliðar og það sem skilur að innan svæðisins þá verður þessi sameiginlega sýn öllum til gagns og auðveldar samstarf milli sendiráða og annarra hagsmunaaðila.

Það er komið að þér

Nú þegar hafa verið birtar meira en 40 sögur - eða norræn ummerki - frá öllum heimshornum á vefnum sem nýlega var opnaður. Þessar ólíku sögur sýna hvernig norræn gildi birtast víðsvegar í heiminum og hvernig má nýta þau til þess að gefa hugmyndir og hefja ný samtöl.

Ég held að þessi handhæga og gagnvirka nálgun sé það sem gerir norræna markaðssetningarátakið svo einstakt.

„Við finnum fyrir miklu trausti og hreinskilni í þeim leiðum sem notaðar eru til að túlka norrænu ímyndina í öðrum heimshlutum. Ég held að þessi handhæga og gagnvirka nálgun sé það sem gerir norræna markaðssetningarverkefnið svo sérstakt, segir Tobias Grut, verkefnisstjóri norræna markaðssetningarverkefnisins.

Það er svo miklu meira #TraceofNorth í heiminum en það sem er að finna á því litla landsvæði sem kölluð eru Norðurlönd.

Með því að efna tilþessara samtala er Norræna ráðherranefndin ekki að biðja heiminn að horfa til Norðurlandanna heldur að horfa á Norðurlöndin í heiminum.

Stundum verða hlutirnir ekki augljósir fyrr en bent hefur verið á þá úr fjarlægð.

 

Stafræni verkfærakassinn The Nordics