Dagfinn Høybråten mun stýra norskri sannleiksnefnd um málefni Sama og Kvena

Norska Stórþingið samþykkti á fimmtudaginn einróma Dagfinn Høybråten sem yfirmann sannleiksnefndarinnar. Einnig voru verkefni og skipan nefndarinnar ákvörðuð til sama tilefni.
- Það gleður mig það traust sem mér er sýnt með þessu verkefni. Verkefnið verður krefjandi en einnig mjög mikilvægt fyrir fjölda fólks, segir Høybråten.
Í verkefninu felst að rannsaka ranglæti tengt hinni svokölluðu Norðmannavæðingu, sem er hugtak notað yfir þá samlögunarstefnu sem höfð var uppi gegn Sömum og Kvenum frá því á 18. öld fram á 7. áratug 20. aldar. Markmið nefndarinnar er einnig að setja fram tillögur um frekari sáttaraðgerðir. Nefndin skal hafa lokið verkefni sínu í september 2022.
Hlutverk Dagfinns Høybråten í sannleiksnefndinni hefur ekki áhrif á störf hans við Norrænu ráðherranefndina í Kaupmannahöfn. Hann verður áfram framkvæmdastjóri fram til lok skipunartímabilsins í lok mars 2019. Norræna ráðherranefndin á eftir að samþykkja þetta nýja verkefni með formlegum hætti.