Forvarnir frá fæðingu bæta andlega líðan barna

28.03.19 | Fréttir
Barn
Photographer
Jumpstory
Áhersla var lögð á snemmtækar forvarnir til þess að bæta andlega líðan barna og ungmenna á Norðurlöndum þegar haldinn var leiðtogafundur um geðheilbrigðismál á vegum íslensku formennskunnar.

„Líf barna og ungmenna í nútímanum er flókið. Við þurfum að kenna börnunum okkar frá fyrstu tíð hvaða þættir stuðla að og viðhalda góðri andlegri líðan. Svefn, hreyfing, holl næring, fjölskyldutengsl og góðir vinir skipta þar miklu máli,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Íslenska formennskan er í fararbroddi þegar kemur að forvörnum á fyrstu árunum. Árið 2019 var verkefninu Fyrstu 1000 dagarnir í lífi barns ýtt úr vör. Stjórnvöld á Norðurlöndum eru nú að greina aðferðir og stefnumótun sem hafa verið notaðar og haft áhrif. Þessu á að miðla þvert á landamæri ríkjanna. 
 

Við þurfum að kenna börnunum okkar frá fyrstu tíð hvaða þættir stuðla að og viðhalda góðri andlegri líðan. 

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra

Forvarnir eða stimplun? 

Í flestum norrænum ríkjum hafa yfirvöld yfirleitt verið hikandi við að grípa til forvarnaaðgerða gagnvart ungum börnum og foreldrum þeirra. Fagfólk hefur haft áhyggjur af því að of snemmt væri að draga ályktanir og að slíkar aðgerðir gætu stimplað einstök börn. Ísland er hins vegar tilbúið til þess að takast á við þennan hugsunarhátt og fær stuðning ýmissa norrænna nágranna sinna. Til dæmis kom fram á leiðtogafundinum að leikskólakennarar gætu bent á börn sem gætu átt eftir að eiga í erfiðleikum síðar á lífsleiðinni. Hvers vegna bíða? Önnur rök eru þau að börn þroska meginpersónuleikaeinkenni á fyrsta ári ævi sinnar. Þennan þroska má örva á jákvæðan hátt með því að koma á réttum úrræðum fyrir börn í erfiðri stöðu.      
 

Stjórnvöld verða að tala saman innbyrðis

Það skiptir sköpum að yfirleitt koma nokkrir fagaðilar að málum þegar börn glíma við geðrænan vanda. Þetta geta verið kennarar, frístundakennarar og aðilar innan heilsugæslunnar. Þetta fólk ætti að tala meira saman og samræma aðgerðir. Nýleg rannsókn sem gerð var á Íslandi sýnir því miður að á þessu sviði gætu norrænu ríkin gert betur. Og þörfin er fyrir hendi því þrátt fyrir að þessi börn eigi heima í þeim heimshluta sem hamingjusamastur er þá má sjá að til dæmis einmannakennd og streita fer vaxandi hjá ungu fólki.  
 

Stjórnvöld verða að tala við okkur unga fólkið um áskoranirnar og stuðla að þátttöku okkar í að vinna með þær.

Gunhildur F. Hallgrímsdóttir, Sambandi íslenskra framhaldsskólanema, SÍF.

Stuðla ber að þátttöku ungs fólks 

Það er ekki nóg að stjórnvöldin tali saman innbyrðis. 



„Stjórnvöld verða að tala við okkur unga fólkið um áskoranirnar og stuðla að þátttöku okkar í að vinna með þær,“ sagði Gunnhildur F. Hallgrímsdóttir frá Sambandi íslenskra framhaldsskólanema, SÍF. Hún sagði frá því að margir nemendur á Íslandi fyndu fyrir miklu álagi undan því að þurfa að sýna sínar bestu hlið á öllum vígstöðvum, alltaf - ekki síst vegna samfélagsmiðla. Norræna ráðherrasamstarfið tekur mark á hvatningu Gunnhildar til þátttöku notenda og birtist það með skýrum hætti í formennsku Íslands í Norrænu ráðherranefndinni.