Fyrsti norræni þjóðfundurinn fyrir ungt fólk

14.04.23 | Fréttir
UFN
Photographer
ufm-nord.org
Norræna ráðherranefndin tekur þátt í fyrsta norræna þjóðfundinum fyrir ungt fólk, NORD, sem fram fer í Kaupmannahöfn 21.–22. apríl. Tilgangurinn er að efla lýðræðislegt sjálfstraust ungs fólks og félagslega og menningarlega samstöðu á Norðurlöndum.

URBAN 13 á Nørrebro verður vettvangur fyrsta norræna þjóðfundarins í heiminum – NORD. Louise Schack Elholm, samstarfsráðherra Norðurlanda í Danmörku, og Karen Ellemann, framkvæmdastjóri Norrænu ráðherranefndarinnar, munu setja hátíðina sem stendur dagana 21.–22. apríl og samanstendur af norrænum vinnustofum, sköpun, samstarfi og brýningu þvert á landamæri svæðisins.

 

Tjáningarfrelsi, Úkraína og sjálfbærni

Norræna ráðherranefndin, Nordregio og Norðurlandaráð æskunnar standa sjálf fyrir ýmsum viðburðum þar sem sjónum er beint að nethatri, stríðinu í Úkraínu, ungu fólki á Norðurlöndum og sjálfbærni. Þátttakendur verða ungt fólk, ráðamenn, fulltrúar samtaka og aðgerðasinnar. Saman tökumst við á við mikilvægar áskoranir og lausnir á Norðurlöndum. Auk faglegra viðburða verða einnig tónleikar, matarvagnar, hátíð og litagleði. Þjóðfundur unga fólksins stendur að NORD.