Guðmundur Ingi Guðbrandsson er nýr samstarfsráðherra Norðurlanda á Íslandi
Guðmundur Ingi Guðbrandsson verður ábyrgur fyrir norrænu samstarfi í nýrri ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. Han mun einnig gegna embætti félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í hinni nýmynduðu ríkisstjórn.
Tveimur mánuðum eftir að gengið var til kosninga hefur ríkisstjórn nú verið mynduð á Íslandi og fer Katrín Jakobsdóttir fyrir henni líkt og fyrri ríkisstjórn.
Norrænu samstarfsráðherrarnir sjá um samhæfingu á samstarfi norrænu ríkisstjórnanna í umboði forsætisráðherranna.
Sigurður Ingi Jóhannsson, fráfarandi samstarfsráðherra, afhendir Guðmundi Inga keflið, en hann gegndi embætti umhverfisráðherra í síðustu ríkisstjórn.