Hús Norðurlanda er lokað, en við erum enn að störfum

12.03.20 | Fréttir
Nordens Hus i København
Photographer
norden.org
Vegna strangra aðgerða ríkisstjórnar Danmerkur í því skyni að takmarka útbreiðslu á kórónaveirunni hafa Norræna ráðherranefndin, Norðurlandaráð og Norræni menningarsjóðurinn ákveðið að loka Húsi Norðurlanda í Kaupmannahöfn.

Skrifstofunum er lokað í fjórtán daga í samræmi við tilmæli danskra heilbrigðisyfirvalda. Öllum viðburðum í Húsi Norðurlanda er sömuleiðis aflýst.  Þrátt fyrir það er markmiðið að sinna daglegum störfum með því að starfsmennirnir vinni heiman frá sér. Unnt er að ná sambandi við allt starfsfólk í síma eða með tölvupósti.

Tölvukerfin bjóða almennt upp á að verkefni séu unnin í fjarvinnu en ef til vill geta orðið einhverjar tafir. Nauðsynlegir fundir fara helst fram gegnum fjarfundabúnað.