Metfjöldi vildi fræðast um Norðurlönd árið 2021

21.04.22 | Fréttir
tågendlare
Ljósmyndari
norden.org
Árið 2021 var metár hjá upplýsingaþjónustu Norrænu ráðherranefndarinnar, Info Norden. Aldrei hefur vefsvæði Info Norden verið heimsótt og birt eins oft og aldrei hefur upplýsingaþjónustunni borist viðlíka fjöldi spurninga eins og í fyrra.

Alls voru vefsíður Info Norden birtar 2.245.040 sinnum á árinu 2021. Einstakar heimsóknir voru 1.436.755 og að auki svaraði Info Norden 5018 spurningum sem bárust í gegnum vefsvæðið. Það eru hæstu tölur sem sést hafa frá því Info Norden tók til starfa.

Þessa tölfræði er að finna í Ársskýrslu Info Norden 2021 sem kom út þann 20. apríl.
Info Norden er upplýsingagátt fyrir einstaklinga sem vilja flytja, vinna, stunda nám, sækja um styrk eða stofna fyrirtæki á Norðurlöndum. Upplýsingaþjónustan starfar í öllum norrænu ríkjunum ásamt Álandseyjum, Færeyjum og Grænlandi.

Texti um faraldurinn efst á blaði

Árið 2021 var það kórónuveiran sem fyrr ofarlega í hugum þeirra sem heimsóttu vef Info Norden. Mest lesna greinin bæði árið 2020 og 2021 var yfirlit yfir ferðatakmarkanir og aðrar afleiðingar faraldursins.

Einnig snerust margar þeirra spurningar sem bárust í gegnum vefsvæði Info Norden um faraldurinn og vandamál honum tengd.
Jafnframt vann Info Norden með Stjórnsýsluhindranaráðinu á árinu 2021 og aflaði upplýsinga um það hvernig ólíkar reglur landanna heftu frjálsa för á Norðurlöndum.

Margar spurningar um húsnæði, atvinnu og dýr

En það var alls ekki bara faraldurinn sem fékk Norðurlandabúa til að setja sig í samband við Info Norden á árinu 2021.

Flestar fyrirspurnir, 17 prósent, fjölluð um almannatryggingar, 14 prósent fjölluðu um ríkisborgararétt og kosningarétt og 10–11 prósent um skráningu í þjóðskrá og menntun. Um það bil 9 prósent vildu vita meira um flutninga innan Norðurlanda.

Mest birtu síðurnar á vef Info Norden á árinu 2021 fjölluðu um húsnæði, atvinnuleit, ferðalög með gæludýr og tollareglur.

Það land sem flestum var hugleikið var Noregur. Næstum því 32 prósent allra síðubirtinga voru greinar um Noreg og 35 prósent allra fyrirspurna snerust um Noreg.

 

Hér má lesa ársskýrsluna:

Vefsíður Info Norden: