Nefndartillaga: Aukið norrænt rannsóknasamstarf

01.07.18 | Fréttir
Sommarmöte 2018 för Nordiska rådets utskott för kunskap och kultur
Ljósmyndari
Elisabet Skylare
Norræna þekkingar- og menningarnefndin telur að Norðurlönd ættu að efla norrænt samstarf á sviði rannsókna og menningar. Nefndin vill skoða hvort tillaga þeirra um „Norrænan háskóla“ geti leyst sumar af þeim stjórnsýsluhindrunum sem liggja í vegi fyrir nemendum og rannsakendum á Norðurlöndum.

Þingmannatillaga um „Norrænan háskóla“ var lögð fram af flokkahópi miðjumanna í Norðurlandaráði og í henni er lagt til að þróað verði tengslanet menntastofnanna á Norðurlöndum til að stuðla að aukinni þekkingarmiðlun milli ólíkra svæða og auka hreyfanleika nemenda og ungra rannsakenda. Tillagan var til umræðu á fundi norrænu þekkingar- og menningarnefndarinnar í Höga Kusten í Svíþjóð, 25.-27. júní.

Rannsóknir verða enn mikilvægari þegar fram líða stundir, ekki síst vegna loftslagsbreytinga og stafrænnar þróunar. Það er því mikilvægt að norrænt rannsóknarsamstarf standi á sterkum grunni.

Stafræn þróun breytir hegðun

Rannsóknir verða enn mikilvægari þegar fram líða stundir, ekki síst vegna loftslagsbreytinga og stafrænnar þróunar. Það er því mikilvægt að norrænt rannsóknasamstarf standi á sterkum grunni, meira að segja hjá smærri stofnunum, segir Johanna Karimäki, formaður í þekkingar- og menningarnefndinni. Johanna Karimäki vísar jafnframt í tillögu um samnorrænt doktorsnám á sviði orkumála, sem nefnd er í Ollila-skýrslunni.

Það er tilgangslaust að fjárfesta í hægum nettengingum eða nýjum tölvum ef nemendur vilja frekar skrifa ritgerðirnar sínar á eigin símtæki

Á meðan heimsókninni í Örnsköldsvik stóð fengu nefndarfulltrúarnir kynningu frá Peyman Vahedi, skólastjóra við framhaldsskólann Ådalsskola, á því hvernig skólastarfið hefur verið aðlagað stafrænni þróun. Peyman Vahedi útskýrði breytingarnar:

- Símtæki eru í sífellt stærra hlutveki á vinnustað nemenda. Vélbúnaðurinn er óáþreifanlegur og hröð nettenging næst í gegnum farsímanet. Það er tilgangslaust að fjárfesta í hægum nettengingum eða nýjum tölvum ef nemendur vilja frekar skrifa ritgerðirnar sínar á eigin símtæki

Staða á alþjóðavettvangi

Einhugur var um að þegar væri talsverð þekkingarmiðlun til staðar en að mikilvægt væri að efla norrænt samstarf enn frekar.

- Við þurfum að leysa úr nokkrum mikilvægum stjórnsýsluhindrunum sem eru hamlandi fyrir fólk sem vill stunda nám eða rannsóknir í öðru ríki Norðurlandanna. Þannig styrkjum við stöðu Norðurlanda á ýmsum rannsóknarsviðum á alþjóðavettvangi, segir Jorodd Asphjell.

Norðurlandaráð æskunnar, sem einnig tók þátt í fundinum, hefur beðið sérstaklega um upplýsingagátt og bent á þörf fyrir samræmingu á meðal annars námslánakerfum og prófgráðumati.

Nefndin ákvað að fela skrifstofunni það verkefni að setja saman skýrslu um þingmannatillöguna um Norrænan háskóla og að málið yrði rætt aftur í september.