Nordic Talks tilnefnt til hinna virtu City Nation Place-verðlauna

01.11.21 | Fréttir
Nordic talks on mobile grafic
Ljósmyndari
norden.org
Það er okkur sönn ánægja að tilkynna að Nordic Talks er tilnefnt til þriggja verðlauna á hinni virtu verðlaunahátíð City Nation Place Awards. Viðurðaröðin og hlaðvarpið hlaut einnig gullverðlaun í flokkinum „Besta vörumerki staðar eða þjóðar“ og silfurverðlaun í flokkinum „Besta skapandi áætlun“ á Transform Awards-hátíðinni í ár.

Tilkynnt verður um verðlaunahafa City Nation Place Awards 2021 fimmtudaginn 5. nóvember. Nordic Talks, sem er spjallþáttur í beinni útsendingu og hlaðvarpsþáttaröð Norðurlandaráð og Norræna ráðherranefndin kosta, er tilnefnd í flokkunum „Besta staðarvörumerki ársins“, „Besta samskiptaáætlun“ og „Besta almenningsþátttaka“. Á einungis rúmu ári hefur Nordic Talks í samstarfi við fleiri en 80 norræn sendiráð haldið um 100 viðburði sem fleiri en 240 samstarfsaðilar, frumkvöðlar og hugsuðir í 44 löndum hafa komið að. Og það er aðeins byrjunin.

Um verðlaunað framtakið

Nordic Talks er framtak Norðurlandaráðs og Norrænu ráðherranefndarinnar sem leiðir saman hugsuði og athafnafólk frá öllum heimshornum til þess að spyrja krefjandi spurninga og finna ný sjónarhorn á leiðir til þess að skapa sjálfbærari og félagslega réttlátari framtíð. Markmiðið er að fá fólk til að bregðast við – allt frá áhugafólki um tölvuleiki og tækni til matgæðinga og stjórnmálafólks – og þess vegna lýkur hverjum fyrirlestri með skýrum tillögum að aðgerðum. Við verðum að stinga upp á áþreifanlegum aðgerðum vegna þess að við verðum að gera loftslagsbreytingarnar skiljanlegar. Fyrir alla.

nordic talks place brand award
Ljósmyndari
norden.org

Hefur þú áhuga á Nordic Talks?

Frá því að framtakið hóf göngu sína árið 2020 höfum við sent út nærri 30 þætti um málefni á borð við framtíð vinnunnar, sjálfbæra byggingastarfsemi, hættuna sem steðjar frá stóru tæknifyrirtækjunum gagnvart lýðræðinu, listir og loftlagsbreytingar, framtíð flugsamgangna og hvernig má finna jafnvægi milli barneigna og starfsframa. Við höfum rætt við aðgerðasinna, stjórnmálamenn, fræðifólk, listamenn, vörumerkjagúrú og meira að segja framkvæmdastjóra í Evrópusambandinu. Í nýjasta þættinum koma fram Ann Linde, utanríkisráðherra Svíþjóðar, og Phumzile Mlambo-Ngcuka, fyrrum varaforseti Suður-Afríku.

Nordic Talks á COP26

Nordic Talks er í Glasgow á meðan COP26 stendur yfir og mun standa fyrir átta umræðum í norræna skálanum á loftlagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna.