Norðurlönd á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna: Svona stöðvum við stafrænt ofbeldi gegn konum

27.02.23 | Fréttir
sju jämställdhetsministrar
Photographer
norden.org
Samkvæmt rannsókn á vegum Sameinuðu þjóðanna hefur meira en þriðja hver kona í heiminum orðið fyrir stafrænu ofbeldi. Norðurlönd eru engin undantekning, en norrænu löndin bregðast æ hraðar við með pólítískum gagnaðgerðum. Á jafnréttisfundi Sameinuðu þjóðanna í ár, CSW67, munu norrænir jafnréttisráðherrar og sérfræðingar ræða hvernig við getum staðið vörð um jafnrétti á netinu.

„Með stafvæðingunni hefur orðið til nýr vettvangur fyrir kynbundið ofbeldi og við það verður ekki unað. Norðurlönd eru einstök þegar kemur að því að bregðast hratt við aðsteðjandi vandamálum og við leggjum mikla áherslu á að berjast gegn kynbundnu ofbeldi á netinu. Á fundi kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna í ár ætlum við að miðla reynslu okkar og ræða mögulegar lausnir við heimsbyggðina,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætis- og jafnréttisráðherra Íslands.

Fundur kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna, CSW67, (6.–17. mars) er mikilvægasti alþjóðlegi viðburður heims sem hefur að markmiði að bæta stöðu kvenna um heim allan.

Allir norrænu jafnréttisráðherrarnir munu sækja fundinn og taka þátt í viðræðunum.

Fundur ársins fjallar um tæknibreytingar og jafnfrétti á tölvuöld.

Þekkt nöfn í pallborði

Norrænt samstarf stendur fyrir þremur umræðuviðburðum með ráðherrum, þingmönnum og norrænum og erlendum sérfræðingum á fundinu.


Meðal þátttakenda verður Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands, auk allra norrænu jafnréttisráðherranna.


Þekkt nöfn á borð við Chidi King, sem er yfir jafnréttismálum hjá Alþjóðavinnumálastofnuninni, verða á meðal þátttakenda í pallborðsumræðum og leiðtogar norræns samstarfs, Kristina Háfoss (Norðurlandaráði) og Karen Ellemann (Norrænu ráðherranefndinni), verða fundarstjórar á tveimur viðburðanna.

Komdu með til New York! Hér að neðan má finna dagskrá og þátttakendur

Verður þú í bækistöðvum SÞ í New York 6.–8. mars? Taktu þátt í norrænu umræðunum.

Skráningar er ekki krafist.

Einnig er hægt að fylgjast með á netinu í vefsjónvarpi SÞ: https://media.un.org/en/webtv

Norðurlönd snúa vörn í sókn í jafnréttismálum

Árið 2022 samþykktu norrænu jafnréttisráðherrarnir nýtt alþjóðlegt átak til að mæta bakslaginu þegar kemur að jafnréttismálum og réttindum LGBTI fólks: „Pushing back the push-back: Nordic Roadmap on advancing gender equality". 

Átakið gengur út á að tala oftar einum norrænum rími í jafnréttis- og réttindamálum og skapa þannig þrýsting í tengslum við alþjóðlegar viðræður og fundi, svo sem CSW.

6 mars: Pallborðsumræður með norrænu jafnréttisráðherrunum Pushing back the push-back - Nordic solutions to online gender-based violence

Tími: 13.15–14.30 PM (EST)
Velkomin á þennan viðburð á 67. þingi nefndar um stöðu kvenna þar sem norrænir jafnréttisráðherrar, undir forystu forsætisráðherra Íslands, ræða um norrænar lausnir til að gera netheima öruggari fyrir öll. Norðurlönd eru tilbúin að snúa vörn í sókn í baráttunni fyrir kynjajafnrétti!

7 mars: Economic gender equality now! Nordic ways to close the pension gap

Tími: 15.00–16.15 PM (EST)
Þótt norrænar konur séu almennt vel menntaðar og taki virkan þátt á vinnumarkaðnum skilar það sér ekki endilega í kynjajafnrétti þegar kemur að eftirlaunum. Þökk sé viðleitni til að stuðla að jöfnum launum og fæðingarorlofi beggja foreldra hefur náðst góður árangur í því að tryggja efnahagslega valdeflingu kvenna á eftirlaunaaldri. En hvernig mótum við jafnframt lífeyriskerfi sem stuðla að kynjajafnrétti?

8 mars: The abusive internet - Nordic and Baltic ways to prevent gender-based violence

Tími: 11.30–12.45 (EST)
Sláist í hóp með sérfræðingum frá Norður- og Eystrasaltslöndum í umræðum um hvað megi betur fara og hvað skuli hafa forgang til að vernda mannréttindi og kynjajafnrétti á netinu.
Þessi viðburður á 67. þingi nefndar um stöðu kvenna er haldinn á vegum ríkisstjórnar Lettlands og norrænu ráðherranefndarinnar.

Contact information